Hönnunar­fyrir­tækið FÓLK Reykja­vík mun opna sýningar­rými í mið­borg Kaup­manna­hafnar á morgun þar sem allar vörur fyrir­tækisins verða til sýnis fyrir sölu­aðila og aðra kaup­endur hönnunar.

Sam­kvæmt til­kynningu frá fyrir­tækinu er sýningar­rýmið stað­sett á Fredericiaga­de 17 sem er ná­lægt dönsku konungs­höllinni í ná­grenni við mörg dönsk hönnunar­fyrir­tæki og gallerí.

Þá hefur FÓLK stofnað danskt dóttur­fé­lag til að stýra sölu al­þjóð­lega og er sú vinna nú þegar farin að bera árangur en dönsku endur­sölu­aðilarnir Illums Bolighus, Illum og H Skjalm P hafa tekið vörur FÓLKs til sölu auk Teak Stor­e í New York.

„Mark­mið fyrir­tækisins er að fjölga endur­sölu­aðilum á næstu árum, sér­stak­lega í Evrópu en einnig Banda­ríkjunum og Asíu auk þess að breikka vöru­línur byggða á á­herslum sjálf­bærni og hring­rásar­hrá­efnum. Sýn FÓLKs er að hönnun geti haft mikil á­hrif á græna um­breytingu og allar vörur sem sýndar eru hafa sterka sögu í því til­liti, bæði með til­liti til hönnunar, vals hrá­efna og fram­leiðslu,“ segir í til­kynningu.

Hönnunar­fyrir­tækið FÓLK Reykja­vík mun opna sýningar­rými í mið­borg Kaup­manna­hafnar á morgun þar sem allar vörur fyrir­tækisins verða til sýnis fyrir sölu­aðila og aðra kaup­endur hönnunar.

Sam­kvæmt til­kynningu frá fyrir­tækinu er sýningar­rýmið stað­sett á Fredericiaga­de 17 sem er ná­lægt dönsku konungs­höllinni í ná­grenni við mörg dönsk hönnunar­fyrir­tæki og gallerí.

Þá hefur FÓLK stofnað danskt dóttur­fé­lag til að stýra sölu al­þjóð­lega og er sú vinna nú þegar farin að bera árangur en dönsku endur­sölu­aðilarnir Illums Bolighus, Illum og H Skjalm P hafa tekið vörur FÓLKs til sölu auk Teak Stor­e í New York.

„Mark­mið fyrir­tækisins er að fjölga endur­sölu­aðilum á næstu árum, sér­stak­lega í Evrópu en einnig Banda­ríkjunum og Asíu auk þess að breikka vöru­línur byggða á á­herslum sjálf­bærni og hring­rásar­hrá­efnum. Sýn FÓLKs er að hönnun geti haft mikil á­hrif á græna um­breytingu og allar vörur sem sýndar eru hafa sterka sögu í því til­liti, bæði með til­liti til hönnunar, vals hrá­efna og fram­leiðslu,“ segir í til­kynningu.

Í vikunni mun fyrir­tækið síðan breikka línu sína sem byggð er á efni úr gömlum loft­púðum sem hönnuð er af Fléttu. „Hönnunin er nær að öllu leyti gerð úr efnum sem annars hefðu endað í brennslu eða land­fyllingu,“ segir í til­kynningu

Fólk Reykja­vík var stofnað árið 2017 með það að mark­miði að leiða saman hönnun og fram­leiðslu með á­herslu á sjálf­bærni og hring­rás hrá­efna.

Fyrir­tækið notar náttúru­leg og endur­unnin hrá­efni eins og stein, málm, gler, pappír, vottað timbur úr sjálf­bært nýttum skógum, endur­unnið stál og endur­unninn textíl. Úr þessum hrá­efnum hafa meðal annars verið hönnuð og fram­leidd borð, hillur, vasar, kerta­stjakar og ljós.

Fyrir­tækið fékk viður­kenningu fyrir bestu fjár­festingu í hönnun árið 2022 á Hönnunar­verð­laununum.