Dagur Pétursson sá um að elda spænska rétti fyrir gesti Götubitahátíðarinnar í Hljómskálagarðinum um seinustu helgi. Hann staðsetningu Íslands vera tilvalda fyrir matarmenningu í framtíðinni.

„Það hefur verið alveg brjálað að gera, miklu meira en við bjuggumst við. En við erum samt sem áður tilbúnir fyrir allt. Við opnuðum til að mynda fyrsta veitingastað okkar rétt hjá Iðnó fyrir tveimur vikum síðan.“

Paella byrjaði sem hádegisréttur meðal bænda í Valencia á 19. öld.
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Hann segir að margir þekki veitingastaðinn La Barceloneta þar sem hann hefur boðið upp á heimsendingar í tvö ár. Sendlar veitingastaðarins sendi paellur heim til fólks og sækja svo pönnurnar daginn eftir og segir dagur að flest allir treysti þeim fyrir gæði.

„Þar sem Ísland er miðpunktur á milli Ameríku og Evrópu þá er staðsetningin ákveðin vara og landið er ósnert. En við erum að breytast og margir eru að koma með matinn sinn eins og við, sem notumst við íslenskt hráefni til að gera spænskan mat. Það verður til þess að við getum boðið upp á frábæra vöru með yndislegri hefð,“ segir Dagur.