Ítalir hafa lengi vel verið þekktir fyrir góðan mat og finnst mörgum ítalskur matur vera hreinlega sá besti í heimi. Í hverju einasta héraði er boðið upp á mismunandi rétti og keppast íbúar við að segja að maturinn þeirra sé sá besti í landinu.

Marco Finocchio, eigandi Bar Maggiore í Róm, er einn þeirra sem þekkja ítalska matinn einstaklega vel. Hann er upprunalega frá Sikiley og hefur sinnt veitingarekstri í 30 ár.

Ítalir hafa lengi vel verið þekktir fyrir góðan mat og finnst mörgum ítalskur matur vera hreinlega sá besti í heimi. Í hverju einasta héraði er boðið upp á mismunandi rétti og keppast íbúar við að segja að maturinn þeirra sé sá besti í landinu.

Marco Finocchio, eigandi Bar Maggiore í Róm, er einn þeirra sem þekkja ítalska matinn einstaklega vel. Hann er upprunalega frá Sikiley og hefur sinnt veitingarekstri í 30 ár.

Hann segir í samtali við Viðskiptablaðið að ítalskir veitingaeigendur leggi mikið upp úr þjónustu en veitingastaður hans opnar 17:00 á hverjum degi og lokar svo tvö um nóttina.

„Ég flutti frá Palermo til Rómar árið 2019 en að mínu mati er maturinn frá Sikiley sá besti á Ítalíu. Rómverskur matur er þó líka mjög góður þar sem borgin er mjög fjölbreytt.“

Marco fylgir gamalli hefð ítalskra veitingaeigenda þar sem maturinn er ekki aðeins boðinn fram með bros á vör, heldur líka með knúsi og spjalli við viðskiptavini. Blaðamaður tók eftir því að Marco settist gjarnan hjá viðskiptavinum sínum og spjallaði við þá þegar þeir byrjuðu að borða.

„Þjónusta er ein mikilvægasta hlið veitingareksturs og þegar það koma íbúar úr hverfinu þá vil ég sýna þeim ást og umhyggju. Það koma líka ferðamenn en fyrir mér þá skiptir þjónustan miklu máli,“ segir Marco.