Við Íslendingar könnumst við það á ferðalögum okkar erlendis að byrja daginn á skoðunarferð í fjarlægri borg. Vatnsbrunnar, styttur, söfn og allt sem sýnir menningu borgarinnar er skoðað, hvort sem við erum stödd í París, Róm eða New York.

Svo kemur hádegi og við finnum að garnirnar eru farnar að gaula. Réttast væri að prufa eitthvað framandi og spennandi en það er 40 stiga hiti og handan við hornið er McDonald‘s, eitthvað sem hefur ekki verið í boði á Íslandi síðan 2009.

Við Íslendingar könnumst við það á ferðalögum okkar erlendis að byrja daginn á skoðunarferð í fjarlægri borg. Vatnsbrunnar, styttur, söfn og allt sem sýnir menningu borgarinnar er skoðað, hvort sem við erum stödd í París, Róm eða New York.

Svo kemur hádegi og við finnum að garnirnar eru farnar að gaula. Réttast væri að prufa eitthvað framandi og spennandi en það er 40 stiga hiti og handan við hornið er McDonald‘s, eitthvað sem hefur ekki verið í boði á Íslandi síðan 2009.

Þrátt fyrir að vera heimsfrægur skyndibiti þá finnst nánast alltaf eitthvað öðruvísi á matseðlinum eftir því hvar maður er staddur í heiminum. Í Frakklandi er til dæmis hægt að panta McBaguette og bjóða Ítalir einnig upp á tiramisu.

Nýlega var gefin út bók sem heldur utan um alla þessa framandi valkosti fyrir utan Big Mac og Coca Cola. Höfundurinn Gary He hefur gefið út bókina McAtlas en hún inniheldur meira en 200 myndir frá 55 löndum. Í henni má finna myndir og lýsingar á hlutum eins og McSpaghetti á Filipseyjum og eina McDonald‘s-veitingastaðinn sem er staðsettur á skíðasvæði norðan við Stokkhólm.

Hugmyndin að bókinni varð til þegar Gary var á ferðalagi í Marokkó og vildi fá að vita meira um Ramadan-matseðilinn á McDonald‘s. Hann fann lítið sem ekkert og komst fljótlega að því að síðasta bókin sem gefin var út af fyrirtækinu kom út árið 1980.

Gary hefur nú breytt þessu og geta matgæðingar sem vilja sjá mismunandi McDonald‘s-rétti um allan heim pantað þessa bók fyrir rúma 50 dali.