Fyrsti taubleyjumarkaðurinn sem haldinn hefur verið á Íslandi fór fram í Gerðubergi laugardaginn 29. apríl og var þá öllu taubleyjuúrvali landsins safnað saman undir einu þaki. Markaðurinn var haldinn undir yfirskriftinni Bleyjubrjálæði í tilefni af alþjóðlegu taubleyjuvikunni sem var í síðustu viku.

Kristín Anna Thorlacius, meðeigandi Taubleyjur.is, segir að fyrirtæki hennar hafi, ásamt hinum þremur taubleyjuverslunum landsins, Evey verslun, Cocobutts og Tau.is, ákveðið að vinna saman og halda nokkurs konar taubleyjuráðstefnu í Efra Breiðholti.

Hún segir að aukinn sýnileiki hjálpi en samkvæmt uppgjöri seldu Taubleyjur.is 60% meiri vörur en á venjulegum laugardegi og kom meirihluti þeirrar sölu frá nýjum viðskiptavinum.

„Það er búið að ganga svo ótrúlega vel að ég held að við verðum bara hérna árlega héðan í frá. Aðsóknin hefur gengið framar björtustu vonum enda er allt taubleyjuúrval á íslandi staðsett á sama stað,“ segir Kristín.

Fyrsti taubleyjumarkaðurinn sem haldinn hefur verið á Íslandi fór fram í Gerðubergi laugardaginn 29. apríl og var þá öllu taubleyjuúrvali landsins safnað saman undir einu þaki. Markaðurinn var haldinn undir yfirskriftinni Bleyjubrjálæði í tilefni af alþjóðlegu taubleyjuvikunni sem var í síðustu viku.

Kristín Anna Thorlacius, meðeigandi Taubleyjur.is, segir að fyrirtæki hennar hafi, ásamt hinum þremur taubleyjuverslunum landsins, Evey verslun, Cocobutts og Tau.is, ákveðið að vinna saman og halda nokkurs konar taubleyjuráðstefnu í Efra Breiðholti.

Hún segir að aukinn sýnileiki hjálpi en samkvæmt uppgjöri seldu Taubleyjur.is 60% meiri vörur en á venjulegum laugardegi og kom meirihluti þeirrar sölu frá nýjum viðskiptavinum.

„Það er búið að ganga svo ótrúlega vel að ég held að við verðum bara hérna árlega héðan í frá. Aðsóknin hefur gengið framar björtustu vonum enda er allt taubleyjuúrval á íslandi staðsett á sama stað,“ segir Kristín.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Kristín segir að það sé orðin meiri vitundarvakning í samfélaginu um notkun taubleyja og að fólk sé orðið meðvitaðra um að nota umhverfisvænni vörur fyrir börnin sín. Hún segir fyrirtæki hennar selja einnig umhverfisvænt þvottaefni sem og fjölnota dömubindi og brjóstainnlegg.

„Við einblínum mikið á umhverfið en fólk þarf ekki endilega að skipta alfarið yfir í taubleyjur. Það er alveg hægt að blanda. Til dæmis ef taubleyja er notuð aðeins einu sinni á dag þá ert þú spara 900 bréfbleyjur út allt bleyjutímabilið.“

Eva Þórunn Kristinsdóttir, meðeigandi Evey, var einnig stödd í Gerðubergi að kynna aðferð sem á ensku kallast „Elimination Communication“, en sú aðferð felst í því að kenna barni að nota kopp frá fæðingu.

„Þegar þú veist að barnið pissar alltaf eftir gjöf eða þegar það vaknar þá getur þú sett það strax á koppinn“

„Upphafið var þannig að kona sem heitir Andrea Olson var að reyna að hanna nærbuxur sem pössuðu á barnið sitt því hún fann hvergi litlar nærbuxur og var þá búin að vera nota kopp og klósett frá fæðingu. Börn gefa nefnilega merki frá sér sem við eigum að læra á. Við hjálpum þeim að borða, fara sofa sjálf og allar aðrar helstu þarfir. Af hverju ekki klósettið líka?“

Eva segir bleyjur vera fyrst og fremst þægindi frekar en nauðsyn. „Þetta var ekki svona áður fyrr og það voru í raun einnota bleyjur sem gerðu það að verkum að fólk notar þær svona mikið því þetta eru ákveðin þægindi.

Hún bætir við að börn gefi ákveðin hljóð frá sér þegar þeim er mál og að foreldrar geti hjálpað þeim með því að gefa frá sér hljóðin líka. „Það eru þessi týpísku pissuhljóð. Þegar þú veist að barnið pissar alltaf eftir gjöf eða þegar það vaknar þá getur þú sett það strax á koppinn. Börn eru þá yfirleitt hætt með bleyju milli 12-18 mánaða og það segja allir sem prófa þetta snemma að þetta sé magnað,“ segir Eva.