The Couch Console

Blautur draumur sófakartöflunnar. Allir þekkja martröðina sem kósíkvöld fyrir framan sjónvarpið getur breyst í þegar þú ert búinn að koma þér fullkomlega fyrir í sófanum með heitt kakó eða bjór en nærð svo ekki í drykkinn því sófaborðið er of langt í burtu. En þegar öll von virðist úti kemur Couch Console til bjargar eins og Gandálfur hinn hvíti og réttir fram glasahaldarann. Og það er enginn venjulegur glasahaldari, því hann snýr sér eftir því hvernig borðið liggur í sófanum þannig að sama hvað þá mun glasið alltaf snúa beint upp, en honum til viðbótar færðu lítið hólf fyrir snarl, borð fyrir smáhluti eins og símann og meira að segja USB tengi til að hlaða hann.

Oral-B iO Series 10

Þegar við hugsum um tæknibyltingu síðustu áratuga kemur tannburstinn líklega ekki upp í hugann hjá mörgum. Þeir hafa þó loks verið færðir inn í 21. öldina, og 10. kynslóð iO línunnar frá Oral-B er þar í fremstu röð.

Nánar er farið yfir Græjur ársins í tímaritinu Áramót sem kemur út á morgun.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði