Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS, og Pétur Rúnar Pétursson, flugstjóri hjá Icelandair, hafa gengið frá kaupum á 294 fermetra einbýlishúsi að Blikanesi 13 í Garðabæ. Kaupverð hússins nam 335 milljónum króna. Fermetraverð einbýlishússins nemur því um 1,1 milljón króna. Seljandi hússins er Hafsteinn Hasler.
Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS, og Pétur Rúnar Pétursson, flugstjóri hjá Icelandair, hafa gengið frá kaupum á 294 fermetra einbýlishúsi að Blikanesi 13 í Garðabæ. Kaupverð hússins nam 335 milljónum króna. Fermetraverð einbýlishússins nemur því um 1,1 milljón króna. Seljandi hússins er Hafsteinn Hasler.
Fyrr í sumar greindi Vísir frá því að Guðný Helga og Pétur Rúnar hafi sett 274 fermetra hús sitt að Holtsbúð 51 í Garðabæ á sölu. Ásett verð var 220 milljónir.
Samkvæmt fasteignaskrá hefur húsið ekki verið selt en í kaupsamningi fyrir Blikanes 13 kemur fram að kaupendur hafi til 30. september til að fá samþykkt kauptilboð í eignina. Að þeim tíma liðnum, þann 1. október, taki seljandi eignina veðbandalausa sem hluta greiðslu á 200 milljónir króna.