Þegar haustið 2024 nálgast eru stærstu tískuhúsin farin að leggja áherslu á klassískan klæðnað með nýstárlegri nálgun. Hér eru þrjú af mest áberandi trendum tímabilsins, sem munu setja svip sinn á komandi mánuði.
Þegar haustið 2024 nálgast eru stærstu tískuhúsin farin að leggja áherslu á klassískan klæðnað með nýstárlegri nálgun. Hér eru þrjú af mest áberandi trendum tímabilsins, sem munu setja svip sinn á komandi mánuði.
Kjólföt við öll tilefni
Kjólfötin verða áberandi í hausttískunni 2024. Hvort sem um ræðir hefðbundna eða nútímalega útfærslu, þá endurspegla kjólfötin óaðfinnanlegan glæsileika. Með dökkum litum, skörpum línum og smáatriðum eins og satíni eða flaueli gefa þau heildarútlitinu kraft og fágun.
Upp í háls
Kragi upp í háls er eitt af helstu trendunum sem sjást á tískupöllunum. Þessir háu kragar, sem umvefja hálsinn, gefa fötum klassískt og glæsilegt yfirbragð. Hvort sem um er að ræða blússur, yfirhafnir eða kjóla, þá bæta háir kragar við sérstakri fágun og virðuleika. Þessi stíll hefur einnig þá praktísku hlið að halda á okkur hita í kólnandi veðri, en fyrst og fremst leggja hönnuðir áherslu á að draga fram smáatriði og skapa áhugaverða ásýnd.
Loðið tekur yfir
Þegar haustið kemur verður erfitt að standast voldugar og mjúkar yfirhafnir úr feldi, gervifeldi, fjöðrum eða ull. Þessar yfirhafnir eru ekki bara hlýjar og þægilegar, heldur skera sig einnig úr við hvaða tilefni sem er.
Umfjöllunin um hausttískuna er í nýjasta tölublaði Eftir vinnu.Hér má lesa blaðið í heild.