Aðeins örfáum klukkustundum eftir að Apple kynnti nýja iPhone 16 -símann sinn afhjúpaði kínverski keppinauturinn Huawei sinn eigin síma. Síminn ber heitið Huawei Mate XT og er fyrsti þríhliða snjallsími í heimi.
Huawei, sem er með höfuðstöðvar í Shenzhen, hefur vaxið gríðarlega á undanförnum misserum í miðju tæknistríði milli kínverskra og bandarískra stjórnvalda. Þrátt fyrir refsiaðgerðir þá hefur hagnaður Huawei sexfaldast milli ára.
Aðeins örfáum klukkustundum eftir að Apple kynnti nýja iPhone 16 -símann sinn afhjúpaði kínverski keppinauturinn Huawei sinn eigin síma. Síminn ber heitið Huawei Mate XT og er fyrsti þríhliða snjallsími í heimi.
Huawei, sem er með höfuðstöðvar í Shenzhen, hefur vaxið gríðarlega á undanförnum misserum í miðju tæknistríði milli kínverskra og bandarískra stjórnvalda. Þrátt fyrir refsiaðgerðir þá hefur hagnaður Huawei sexfaldast milli ára.
Meira en 3,7 milljónir manns hafa forpantað Mate XT-símann síðan á laugardaginn en snjallsíminn kostar 2.800 dali, eða tæpar 380 þúsund krónur.
The world's first trifold phone is here❗️
— Ben Geskin (@BenGeskin) September 10, 2024
Huawei Mate XT | Ultimate Design
Starting at ¥19999 ($2800) pic.twitter.com/PaGlmhbHqG
Richard Yu, stjórnarformaður neytendaarms Huawei, sagði á kynningarviðburði fyrirtækisins að snjallsíminn hefði verið fimm ár í þróun. Hann er fyrsti þríhliða snjallsími í heimi og er þynnsta samanbrjótanlega símtólið sem fæst í heiminum.
Síminn er með þrjár hliðar sem hægt er að brjóta saman allt að þrisvar sinnum. Hann er með 10,2 tommu skjá og fáanlegur í rauðum og svörtum lit.