Hér að neðan eru nokkrar hugmyndir af ferðanesti fyrir þig og börnin þín í sumar.
- Ávextir: Niðurskornir ávextir er hollt og gott nesti fyrir unga sem aldna. Sé ferðalagið í lengra lagi er þó sennilega betra að borða þá óskorna eða skera þá rétt áður en þeir eru borðaðir svo þeir haldist ferskir.
- Grænmeti: Líkt og með ávextina er niðurskorið grænmeti góður og hollur kostur fyrir ferðalagið. Það að hafa niðurskorið grænmeti í boxi meðferðis á ferðalaginu eða inn í ísskáp heima er einnig góð leið til að auka grænmetisneyslu
- Smurt brauð: Smurð brauðsneið eða flatkaka klikkar aldrei. En hér er auðveldlega að hægt að leika sér með tegund brauðsins og áleggsins. Allt eftir því hvað ferðalöngunum langar í.
- Grautar: Kaldir hafra- og chiagrautar er tilvalin hugmynd að nesti fyrir ferðalagið. En til er fjöldinn allur af uppskriftum á netinu.
- Pastasalat: Búðu til uppáhalds pastasalat fjölskyldunnar sem þú veist að mun slá í gegn á ferðalaginu og sedda svanga maga.
- Skvísa og stykki: Það er mikill hraði í nútíma samfélagi og ekki allir sem hafa tíma til að nostra við heimagert nesti. En þá er tilvalið að stökkva út í búð og grípa nokkrar skvísur og orkustykki.
- Heimabakaðar bollakökur: Ef tími gefst til þá er gaman að leyfa börnunum að baka bollakökur eða annað bakkelsi sem þau geta svo gætt sér á á ferðalaginu.
Hér að neðan eru nokkrar hugmyndir af ferðanesti fyrir þig og börnin þín í sumar.
- Ávextir: Niðurskornir ávextir er hollt og gott nesti fyrir unga sem aldna. Sé ferðalagið í lengra lagi er þó sennilega betra að borða þá óskorna eða skera þá rétt áður en þeir eru borðaðir svo þeir haldist ferskir.
- Grænmeti: Líkt og með ávextina er niðurskorið grænmeti góður og hollur kostur fyrir ferðalagið. Það að hafa niðurskorið grænmeti í boxi meðferðis á ferðalaginu eða inn í ísskáp heima er einnig góð leið til að auka grænmetisneyslu
- Smurt brauð: Smurð brauðsneið eða flatkaka klikkar aldrei. En hér er auðveldlega að hægt að leika sér með tegund brauðsins og áleggsins. Allt eftir því hvað ferðalöngunum langar í.
- Grautar: Kaldir hafra- og chiagrautar er tilvalin hugmynd að nesti fyrir ferðalagið. En til er fjöldinn allur af uppskriftum á netinu.
- Pastasalat: Búðu til uppáhalds pastasalat fjölskyldunnar sem þú veist að mun slá í gegn á ferðalaginu og sedda svanga maga.
- Skvísa og stykki: Það er mikill hraði í nútíma samfélagi og ekki allir sem hafa tíma til að nostra við heimagert nesti. En þá er tilvalið að stökkva út í búð og grípa nokkrar skvísur og orkustykki.
- Heimabakaðar bollakökur: Ef tími gefst til þá er gaman að leyfa börnunum að baka bollakökur eða annað bakkelsi sem þau geta svo gætt sér á á ferðalaginu.