Eitt besta dæmi um markaðssetningu er ekki frá þessari öld eða frá síðustu öld, heldur frá 19. öld. Sagan gerist heldur ekki í Bandaríkjunum eða í vesturhluta Evrópu, heldur í Rússlandi.

Pyotr Arsenievich Smirnov fæddist, samkvæmt ævisögu sinni The King of Vodka, inn í rússneskt lénsskipulag árið 1831 í Yaroslavl í Rússlandi. Hann byrjaði að vinna sex ára gamall við barinn á hóteli frænda síns og ákvað strax að hann vildi vera vodkaframleiðandi eftir að hafa séð hversu mikið fé gestirnir eyddu í þennan einkennilega drykk.

Árið 1872 var Pyotr kominn til Moskvu og farinn að búa til sinn eigin vodka. Á þeim tíma voru hins vegar fleiri hundruð fyrirtæki að eima vodka, og þá bara í Moskvu. Hver einasti bar var einnig með sína eigin eftirlætis framleiðanda og voru viðskiptavinir vanir að drekka sínar uppáhalds tegundir. Samkeppnin um vodkamarkaðinn í borginni var því mjög hörð.

Pyotr ákvað að takast á við þessa áskorun með því að búa til eftirspurnina á eigin spýtum. Markaðsáætlun hans byrjaði við Khitrov-markaðinn sem staðsettur var í fátækrahverfi Moskvu. Þar fundust margir skítugir verkamenn sem voru nýkomnir úr sveitinni í leit að vinnu. Eins og búast mætti við voru allar krár á svæðinu fullar af þyrstum viðskiptavinum en hátt í 10.000 manns heimsóttu barina á svæðinu á hverjum degi.

Frumkvöðullinn gekk á milli hverfisins og réð í kringum 20 unga menn. Hann bauð þeim aftur heim til sín og gaf þeim að drekka og borða. Mennirnir komu frá öllum hornum úthverfanna og sagði Smirnov að hann myndi borga þeim til að drekka vodka, með einu skilyrði – þeir yrðu að heimta Smirnov vodka hvert sem þeir fóru.

Verkefni þeirra var að ganga á milli veitingastaða og biðja um Smirnov vodka, sem í flestum tilfellum var ekki til. Ef Smirnov var ekki í boði þá myndu þeir kvarta hátt og hafna öllum öðrum vodkategundum sem barþjónninn bauð upp á. Ef eigandinn skyldi grípa inn í áttu þeir að spyrja hann: „Hvernig getur það verið að svona virðulegur bar bjóði ekki upp á Smirnov vodka? Þetta er besti vodki sem til er“. Að lokum myndu þeir yfirgefa kránna með látum.

Sagan segir að alveg frá fyrsta degi hafi Smirnov fengið fyrirspurnir frá kráareigendum og áður en hann vissi af því var vodkinn hans kominn á hillurnar á hverjum einasta bar í Moskvu.

Þegar búið var að koma vörunni fyrir í alla bari borgarinnar sóttist hann í járnbrautarlestir þar sem þessum orðrómi var komið fyrir til útflutnings til annarra borga víðs vegar um Rússland. Það er sagt að markaðsherferð Smirnov‘s hafi ferðast eins og vírus og er örugglega eitt elsta dæmi um veirumarkaðssetningu (e. viral marketing) í heiminum.