Ingi Freyr Vilhjálmsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, og Sigrún Hallgrímsdóttir, barnalæknir, hafa fest kaup á 296 fermetra raðhúsi að Frostaskjóli 25 í Vesturbæ Reykjavíkur. Kaupverð nam 218 milljónum króna og var fermetraverð því um 736 þúsund krónur.
Ásett verð raðhússins voru 209,9 milljónir króna og var kaupverðið því 8,1 milljón króna yfir ásettu verði.
Ingi Freyr Vilhjálmsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, og Sigrún Hallgrímsdóttir, barnalæknir, hafa fest kaup á 296 fermetra raðhúsi að Frostaskjóli 25 í Vesturbæ Reykjavíkur. Kaupverð nam 218 milljónum króna og var fermetraverð því um 736 þúsund krónur.
Ásett verð raðhússins voru 209,9 milljónir króna og var kaupverðið því 8,1 milljón króna yfir ásettu verði.
Seljendur eru Jóhann Ingi Kristjánsson, stjórnarformaður Parlogis og stjórnarformaður og meðstofnandi Good Good, og Inga Rósa Guðmundsdóttir, lyfjafræðingur.
Í ágúst greindi Viðskiptablaðið frá 370 milljóna króna kaupum þeirra á 397 fermetra einbýlishúsi að Einimel 17 í Vesturbænum.