Kylfingum á Íslandi fjölgaði um 9%, eða rúmlega tvö þúsund, milli ára og hafa aldrei verið fleiri en nú. Þetta kemur fram á heimasíðu Golfsambands Íslands sem hafði gert ráð fyrir 2% fjölgun.
Sambandið segir að þann 1. júlí hafi 26.349 félagsmenn verið skráðir í golfklúbba víðs vegar um landið. Til samanburðar voru tæplega 17.900 kylfingar skráðir í golfklúbba árið 2019 sem samsvarar 47% aukningu síðan þá.
Kylfingum á Íslandi fjölgaði um 9%, eða rúmlega tvö þúsund, milli ára og hafa aldrei verið fleiri en nú. Þetta kemur fram á heimasíðu Golfsambands Íslands sem hafði gert ráð fyrir 2% fjölgun.
Sambandið segir að þann 1. júlí hafi 26.349 félagsmenn verið skráðir í golfklúbba víðs vegar um landið. Til samanburðar voru tæplega 17.900 kylfingar skráðir í golfklúbba árið 2019 sem samsvarar 47% aukningu síðan þá.
Kylfingum sem eru 15 ára og yngri hafi fjölgað um 11% milli ára en aukningin hafi þó verið mest í aldurshópnum 29 ára og yngri. Kylfingum á aldrinum 16 til 19 ára fjölgaði um 16% og var 20% aukning í aldurshópnum 20 til 29 ára.
Í aldurshópnum 70 til 79 ára nam aukningin 9% og var 14% aukning í aldurshópnum 80 ára og eldri.
Golfsambandið er næst stærsta íþróttasambandið innan ÍSÍ en Knattspyrnusambandið er fjölmennast með um 29 þúsund meðlimi.