Þeir sem hafa heimsótt Ítalíu vita að þar ríkja ýmsar óskrifaðar reglur sem hver og einn þarf að fylgja, sérstaklega þegar kemur að mat og drykk. Þú færð þér til dæmis ekki cappuccino eftir klukkan 11 að morgni og spagettí bolognese, hvað er það?

Annað sem hefur hingað til verið litið á sem landráð þar í landi er að setja ananas á pizzu. Það gæti hins vegar verið að breytast en kokkur að nafni Gino Sorbillo, sem rekur veitingastað á frægu Via dei Tribunali-götunni í Napólí, er farinn að gera nákvæmlega það.

Þeir sem hafa heimsótt Ítalíu vita að þar ríkja ýmsar óskrifaðar reglur sem hver og einn þarf að fylgja, sérstaklega þegar kemur að mat og drykk. Þú færð þér til dæmis ekki cappuccino eftir klukkan 11 að morgni og spagettí bolognese, hvað er það?

Annað sem hefur hingað til verið litið á sem landráð þar í landi er að setja ananas á pizzu. Það gæti hins vegar verið að breytast en kokkur að nafni Gino Sorbillo, sem rekur veitingastað á frægu Via dei Tribunali-götunni í Napólí, er farinn að gera nákvæmlega það.

Pizzabakarinn segir í samtali við CNN að hann hafi búið til pizzuna til að koma til móts við það sem hann kallar matarfordóma. „Því miður sér maður of mikið af fólki sem fer eftir skoðunum annarra eða tekur ákvarðanir eftir að hafa heyrt eitthvað.“

Sorbillo er þriðju kynslóðar pizzabakari en þessi nýja pizza er ekki þessi hefðbundna Hawaiian-pizza sem djarfir matarunnendur hafa pantað sér. Pizzan heitir Margherita con Ananas og kostar um sjö evrur. Hún notast ekki við pizzasósu, heldur eru þrjár mismunandi tegundir af osti stráðar yfir hana og er svo eldaður ananas settur ofan á hana.

„Ég hef tekið eftir því á undanförnum árum að fullt af fólki var að fordæma hráefni eða ákveðnar leiðir til að búa til mat eingöngu vegna þess að fólk þekkti ekkert annað áður fyrr. Þess vegna vildi ég setja þetta umdeilda hráefni á pizzuna og það gerir hana bara mjög góða.“

Sorbillo rekur 21 veitingastað um allan heim, þar á meðal í Miami, Tókyó og Ibiza og í hans augum er ananas á pizzu ekkert örðuvísi en mörg önnur álegg sem hann hefur unnið með undanfarin ár.

„Undanfarin ár hefur fólk notað hráefni sem fyrir fimm, sex árum voru aldrei notuð. Núna notum við til dæmis Alto Adige, mortadella sem var ekki notað fyrir 10 árum, saxaðar pistasíuhnetur, ólífur í duftformi, mozzarella-froðu og jafnvel sultur. Af hverju ættum við ekki að enduruppgötva ananas? Pizza hefur öðlast nýtt líf undanfarin fimm eða sex ár.“