Tala japanskra ferðamanna sem heimsækja Los Angeles í þeim tilgangi að sjá hafnaboltaliðið Los Angeles Dodgers hefur stóraukist samkvæmt WSJ. Ástæðan er án efa aukinn áhugi Japana á að sjá leik með stórstjörnunni Shohei Ohtani.
Japanskar ferðaskrifstofur eru nú að selja ferðir og miða á leiki og segir hótelið Omni Los Angeles, sem liggur skammt frá Dodger Stadium, að bókanir frá japönskum viðskiptavinum hafi aukist um 30%.
Tala japanskra ferðamanna sem heimsækja Los Angeles í þeim tilgangi að sjá hafnaboltaliðið Los Angeles Dodgers hefur stóraukist samkvæmt WSJ. Ástæðan er án efa aukinn áhugi Japana á að sjá leik með stórstjörnunni Shohei Ohtani.
Japanskar ferðaskrifstofur eru nú að selja ferðir og miða á leiki og segir hótelið Omni Los Angeles, sem liggur skammt frá Dodger Stadium, að bókanir frá japönskum viðskiptavinum hafi aukist um 30%.
Ferðamenn eru einnig sagðir fara langar leiðir um miðborg Los Angeles til að taka myndir af veggmyndum Ohtani sem prýða byggingar eins og Miyako Hotel í Litlu Tókýó við Hermosa Beach.
Þróunin hefur fengið nafnið Ohtana-mania en leikmaðurinn virðist vera að laða fleiri áhorfendur inn á völlinn en nokkur annar leikmaður í manna minnum. Miðasala á Dodgers-leiki hefur hækkað um 12% milli ára og seljast styttur af Ohtani eins og heitar lummur.
Leiðsögumenn segjast oft fá alls kyns spurningar um Ohtani, þar á meðal hvernig kaffi hann drekkur. Að sögn eins þeirra var hann með hóp af japönskum ferðamönnum um völlinn þegar leikmaðurinn sjálfur gekk út úr lyftu og mætti hópnum.
„Það var dauðaþögn. Allur hópurinn bara gjörsamlega fraus. Sumir ferðamenn byrjuðu meira að segja að gráta,“ segir Rose Wherry leiðsögumaður, en bætti svo við að þrír öryggisverðir hafi komið honum í skjól.