Árið 1969 gaf Elísabet Englandsdrottning Karli syni sínum bíl. Tilefnið var 21 árs afmæli prinsins. Bíllinn var hvorki af verri gerðinni, né þeirri ódýrari. Aston Martin DB6 MKII Vantage Volante með blæju. Þetta var dýrasta gerðin af DB6 en aðeins 38 voru smíðaðir sömu gerðar frá júlí 1969 til nóvember 1970.

Volante kom með átta sílendra vél sem skilaði 325 hestöflum, 43 hestöflum kraftmeiri en venjulega útgáfan. Enda þýðir Volante fljúgandi á ítölsku.

Þessir bílar eru mjög eftirsóttir í dag af söfnurum og kosta í kringum 150 milljónir króna í góðu ásigkomulagi. Bíll Karls myndi seljast á miklu hærri fjárhæð enda verið fyrirsæta í blöðum og tímaritum í yfir hálfa öld.

Karl vildi láta breyta vélinni þannig að bílinn yrði umhverfisvænni. Það leist verkfræðingum Aston Martin illa á. Karl sagði að hann myndi hætta að keyra bílinn ef málið yrði ekki leyst. Það tókst verkfræðingum Aston Martin árið 2008.

Bíllinn gengur nú fyrir ódrykkjarhæfu hvítvíni og mysunni af ostum. Út í blönduna er bætt 15% af blýslausu bensíni. Úr verður til lífeldsneytið E85. Það er 105 oktana, í stað 87 oktana eins og hefðbundið blýlaust bensín er, og því er bíllinn kraftmeiri eftir breytinguna.

Nánar er fjallað um bílinn í blaðinu Eftir vinnu, sem kom út í gær. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.