Suður-kóreski bílaframleiðandinn Kia var valinn framleiðandi ársins 2022 á TopGear.com verðlaunahátíðinni. Þetta er annað árið í röð sem Kia fer með sigur af hólmi á TopGear.com verðlaununum, en í fyrra var EV6 bíllinn hlutskarpastur í sínum flokki.

Kia hefur á þessu ári komið m.a. með á markað fimmtu kynslóð Sportage og nýjan Niro, tvær söluhæstu gerðir Kia í Evrópu. Báðar gerðirnar buðu upp á betrumbætur á ýmsum sviðum, þar á meðal hvað varðar hönnun ytra byrðis og innanrýmis og tækniframfarir.

Áætlun fyrirtækisins gerir ráð fyrir 14 rafknúnum bílagerðum árið 2027. Næsta gerðin verður Kia EV9, sem kemur á markað í Evrópu á næsta ári.