Árið 1940 sögðust 76% Bandaríkjamanna tilheyra kirkju, mosku eða bænahúsi gyðinga. Árið 2020 var sú tala komin niður í 47%. Þessi þróun hefur meðal annars orðið til þess að kirkjur og önnur heilög hús standa nú tóm víðs vegar um Bandaríkin.
New York Times segir þó að sumar þessara bygginga séu þó langt frá því að standa iðjulausar. Nokkrar kirkjur hafa nú þegar fengið nýtt líf sem annaðhvort veitingahús eða hótel.
Árið 1940 sögðust 76% Bandaríkjamanna tilheyra kirkju, mosku eða bænahúsi gyðinga. Árið 2020 var sú tala komin niður í 47%. Þessi þróun hefur meðal annars orðið til þess að kirkjur og önnur heilög hús standa nú tóm víðs vegar um Bandaríkin.
New York Times segir þó að sumar þessara bygginga séu þó langt frá því að standa iðjulausar. Nokkrar kirkjur hafa nú þegar fengið nýtt líf sem annaðhvort veitingahús eða hótel.
Eitt þeirra er veitingastaðurinn Foxtail on the Lake sem áður var Good Shepard Lutheran Church við Opeka-vatn í Des Plaines í Illinois-ríki. Kirkjan fór í gegnum framkvæmdir sem stóðu yfir í 18 mánuði og kostuðu sex milljónir dala. Þar að auki þurfti að bæta við 280 fermetra svæði sem hýsti eldhús.
David Villegas, yfirmaður verkefnisins, viðurkenndi að hann hefði verið frekar hikandi áður en veitingastaðurinn opnaði í nóvember í fyrra. Hann vissi ekki hvernig fyrrum meðlimir myndu taka í hugmyndina en ein kona sagði að kirkja snúist meira um fólkið frekar en bygginguna sjálfa.
Kirkjan er aðeins ein af mörgum sem hafa breyst í veitingastaði, brugghús, hótel, leikhús og jafnvel íþróttahús um allan heim. Önnur hafa breyst í hótel og gististaði og virðast verktakar taka vel í skreytingar og innréttingar sem þegar eru þrátt fyrir aukinn kostnað þegar kemur að því að breyta.