Félag íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA, stendur fyrir hálfs dags málþingi í fyrirlestrasal Grósku á morgun en norræn ráðstefna landslagsarkitekta hefst hér á landi í vikunni. Málþingið ber yfirskriftina: Náttúra og hönnun - Hvernig fær náttúran aukinn sess í mannvirkjagerð?
Ómar Ingþórsson, formaður FÍLA, segir tilgang málþingsins vera að ræða um það hvernig hægt sé að auka veg náttúrunnar í hönnun mannvirkja og hvað vinnst með vel skipulögðum mótvægisaðgerðum.
„Umræðan um líffræðilegan fjölbreytileika, sjálfbærni og loftslagsbreytingar hefur verið að aukast mjög undanfarin ár og áhersla á að taka þurfi enn meira tillit til náttúrunnar í mannvirkjagerð í víðu samhengi," segir Ómar.
Félagið hefur fengið til sín virta fyrirlesara frá Norðurlöndunum sem hafa sérhæft sig í málefnum eins og stöðu vistkerfa í byggðu umhverfi, lífsferilsmat í umhverfishönnun og fengið verðlaun fyrir hönnun sem samþættir loftslagslausnir og líffræðilegan fjölbreytileika.
Í tilkynningu segir jafnframt að íslenskir fyrirlesarar muni fjalla um líffræðilega fjölbreytni, leiðbeiningar um sjálfbært skipulag og vistvænar samgöngur. Einnig verður farið yfir feril þeirra áætlana sem liggja fyrir í Landmannalaugum, en fyrirhuguð uppbygging þar hefur verið mikið í deiglunni undanfarið.
Félag íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA, stendur fyrir hálfs dags málþingi í fyrirlestrasal Grósku á morgun en norræn ráðstefna landslagsarkitekta hefst hér á landi í vikunni. Málþingið ber yfirskriftina: Náttúra og hönnun - Hvernig fær náttúran aukinn sess í mannvirkjagerð?
Ómar Ingþórsson, formaður FÍLA, segir tilgang málþingsins vera að ræða um það hvernig hægt sé að auka veg náttúrunnar í hönnun mannvirkja og hvað vinnst með vel skipulögðum mótvægisaðgerðum.
„Umræðan um líffræðilegan fjölbreytileika, sjálfbærni og loftslagsbreytingar hefur verið að aukast mjög undanfarin ár og áhersla á að taka þurfi enn meira tillit til náttúrunnar í mannvirkjagerð í víðu samhengi," segir Ómar.
Félagið hefur fengið til sín virta fyrirlesara frá Norðurlöndunum sem hafa sérhæft sig í málefnum eins og stöðu vistkerfa í byggðu umhverfi, lífsferilsmat í umhverfishönnun og fengið verðlaun fyrir hönnun sem samþættir loftslagslausnir og líffræðilegan fjölbreytileika.
Í tilkynningu segir jafnframt að íslenskir fyrirlesarar muni fjalla um líffræðilega fjölbreytni, leiðbeiningar um sjálfbært skipulag og vistvænar samgöngur. Einnig verður farið yfir feril þeirra áætlana sem liggja fyrir í Landmannalaugum, en fyrirhuguð uppbygging þar hefur verið mikið í deiglunni undanfarið.