Breski leikstjórinn Ridley Scott vinnur nú samhliða vínframleiðendum við að búa til vín sem koma frá Mas des Infermières á Luberon-svæðinu sem liggur á milli Rhône og Provence.

Vínekran hefur verið í eigu leikstjórans síðan 1992 og er í kringum 30 hektarar á stærð. Hún er staðsett í suðurhluta Frakklands í um eins og hálfs tíma keyrslu frá Marseille.

Breski leikstjórinn Ridley Scott vinnur nú samhliða vínframleiðendum við að búa til vín sem koma frá Mas des Infermières á Luberon-svæðinu sem liggur á milli Rhône og Provence.

Vínekran hefur verið í eigu leikstjórans síðan 1992 og er í kringum 30 hektarar á stærð. Hún er staðsett í suðurhluta Frakklands í um eins og hálfs tíma keyrslu frá Marseille.

Ridley Scott hefur leikstýrt kvikmyndum á borð við Alien, Blade Runner og Gladiatior en nýjasta mynd hans fjallar um franska herstjórann og leiðtogann Napoleon Bonaparte. Vínekran sjálf hefur ákveðna tengingu við Napóleon, en hún var eitt sinn í eigu herstjórans Baron Robert sem barðist með Napóleon.

Vínekran Mas des Infermières framleiðir rauðvín, hvítvín og rósavín undir leiðsögn bústjórans Christophe Barraud og meistarans Fabien Lacassaigne.

Flöskumiðarnir eru allir hannaðir af leikstjóranum sjálfum.
© Skjáskot (Skjáskot)

Meðal þeirra víntegunda frá ekrunni sem eru nú í boði í Bretlandi eru vínin Source of Chevaleir og kosta í kringum 25-35 pund. Þar að auki er hægt að nálgast Ombre de Lune, sem er 90% Syrah og 10% Grenache og er ráðlagt söluverð 112 pund.

Flöskumiðarnir eru allir hannaðir af Ridley Acott og teiknar hann einnig inn á þá búið sem liggur nálægt forna virkinu Oppède-le-Vieux í norðurhluta Luberon.