Kári Sverriss er tískuljósmyndari með farsælan feril bæði á Íslandi og á alþjóðavettvangi. Hann útskrifaðist frá London College of Fashion og hefur unnið með virtum tískutímaritum eins og ELLE, Glamour og Marie Claire US, og hefur einnig starfað með vörumerkjum eins og Mac, Yamaha, Chanel og Bláa Lóninu.
Með sýningunni segir Kári vilja bjóða gestum inn í sinn hugarheim, drauma, daglegar hugsanir og þá krafta sem drífa hann áfram. Í gegnum linsuna leitar hann að svörunum við hvað það sé sem gefi lífinu merkingu og hvernig ljós og skuggar móti minningar okkar.
Kári Sverriss er tískuljósmyndari með farsælan feril bæði á Íslandi og á alþjóðavettvangi. Hann útskrifaðist frá London College of Fashion og hefur unnið með virtum tískutímaritum eins og ELLE, Glamour og Marie Claire US, og hefur einnig starfað með vörumerkjum eins og Mac, Yamaha, Chanel og Bláa Lóninu.
Með sýningunni segir Kári vilja bjóða gestum inn í sinn hugarheim, drauma, daglegar hugsanir og þá krafta sem drífa hann áfram. Í gegnum linsuna leitar hann að svörunum við hvað það sé sem gefi lífinu merkingu og hvernig ljós og skuggar móti minningar okkar.
Verk Kára eru samræmd blanda af formum, litum og áferð. Með næmu auga fyrir fegurð fangar hann ljósið á öllum sínum margbreytilegu og hverfulu augnablikum. Innblástur Kára kemur ekki aðeins frá draumum hans heldur einnig frá þeim sem umkringja hann - fjölskyldu, vinum og jafnvel þeim sem hann hittir fyrir tilviljun.
Sýningin inniheldur portrett myndir af einstaklingum sem hafa veitt honum innblástur í gegnum árin og gefur innsýn í líf þeirra sem hafa snert hjarta hans.
Sýninging opnar á Hafnartorgi þann 24. ágúst og stendur til 7. september.