Hönnunar- og lífstílsverslunin Mikado hefur opnað á Hafnartorgi. Grafísku hönnuðirnir Aron Freyr Heimisson og Einar Guðmundsson stofnuðu verslunina árið 2020. Mikado býður upp á úrval af ilmvötnum, húsgögnum, lýsingu og lífsstílsmunum.
Mikado er hönnunarrými og lífstílsverslun með sterkra áherslu á japanska og skandinavíska fagurfræði. Eitt af aðal vörumerkjum verslunarinnar er fransk-bandaríska ilmvatnsmerkið Le Labo sem kom fyrst inn á íslenska markaðinn í september 2021.
Hönnunar- og lífstílsverslunin Mikado hefur opnað á Hafnartorgi. Grafísku hönnuðirnir Aron Freyr Heimisson og Einar Guðmundsson stofnuðu verslunina árið 2020. Mikado býður upp á úrval af ilmvötnum, húsgögnum, lýsingu og lífsstílsmunum.
Mikado er hönnunarrými og lífstílsverslun með sterkra áherslu á japanska og skandinavíska fagurfræði. Eitt af aðal vörumerkjum verslunarinnar er fransk-bandaríska ilmvatnsmerkið Le Labo sem kom fyrst inn á íslenska markaðinn í september 2021.
„Hafnartorg er í mikilli grósku og eru spennandi tímar framundan. Við erum virkilega spennt fyrir nýja hverfinu, hér erum við komin í hóp rótgróinna verslana með heimsþekkt vörumerki sem hafa sannað sig í gegnum tímana tvenna,” er haft eftir Aroni og Einari í tilkynningu.