Enski myndlistarmaðurinn James Merry, sem hefur unnið náið með tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur frá árinu 2009, var í viðtali hjá Financial Times á dögunum. Hinn fertugi James ræðir um fyrstu kynni sín af Björk og samstarfslínu sína með 66°Norður sem verður kynnt í vetur.

James býr ásamt eiginmanni sínum, sem er leikskólakennari, í sturtulausum bústað í Mosfellsbæ og hefur þar komið sér upp vinnustofu. Þeir eiga kött saman og stefna einnig að því að fá sér hænur. „Við eigum síðasta kofann í Reykjavíkurbúbblunni.“

James ólst upp í bænum Stroud í Gloucestershire í Englandi. Hann lýsir því að það hafi tekið sig nokkurn tíma að venjast íslenska gróðurlendinu.

„Ég varð að þjálfa upp augun mín eftir að ég flutti hingað. Ég var svo vanur sveitinni í Gloucestershire þar sem allt er kjarri vaxið, frjósamt og grænt.“

Morgunmatur með Björk og beint heim

James Merry, sem hefur m.a. unnið fyrir Gucci, Tilda Swinton og Iris van Herpen, er hvað þekktastur fyrir útsaum og grímugerð. Hann kenndi sjálfum sér útsaum í æsku en fór aldrei í listaskóla heldur stundaði nám við fornfræði í Oxford. Hann hóf listaferil sinn hjá Peggy Guggenheim safninu í Feneyjum en gafst síðan tækifæri til að aðstoða enska listamanninn Damien Hirst við fiðrildaverkin sín.

„Við vorum að búa þau til fyrir sýningu í Los Angeles. Ef einn vængur af 10 þúsund á tiltekinni mynd var ekki tilgreindur þá brenndi bandaríski tollurinn hana, sem gerðist nokkrum sinnum.“

James segir að leiðir sínar og Bjarkar hafi legið saman eftir að Hirst, sem er ríkasti listamaður Englands, setti á fót hljómplötufyrirtæki. Einn daginn hafi kona komið inn á skrifstofu fyrirtækisins og óskað eftir aðstoðarmanni fyrir Björk.

„Við [Björk] áttum í tölvupóstsamskiptum og síðan útvegaði hún mér ferð til New York til að snæða saman morgunmat – sem er það klikkaðasta sem ég hef gert í lífinu,“ segir James og bætir við að þau hafi strax náð vel saman.

„Ég bjóst við að þetta yrði bara fyndin saga: Björk að redda mér flugi til Bandaríkjanna í nokkra klukkutíma og svo sneri ég strax heim.“ Viku síðar flutti hann inn til Bjarkar og fjölskyldu hennar.

Í fyrstu skiptu þau tíma sínum á milli New York og Reykjavíkur en bæði James og Björk búa nú aðeins á Íslandi. Hann ferðast þó reglulega til Englands til að verða sér úti um efni og skapandi aðföng sem minna framboð er af í Reykjavík. „Ég tek með mér tóma ferðatösku, sinni öllum mínum erindum á Oxford Circus og flýg svo til baka.“

Björk klæðist hér grímu eftir James Merry.
Björk klæðist hér grímu eftir James Merry.

66° úlpur þjóðbúningur Íslands

Í nóvember næstkomandi verður fyrsta samstarfslína James Merry og 66°Norður kynnt til leiks. Vörur úr línunni verða eingöngu fáanlegar í nýju verslun 66°Norðurs á Regent Street í London, samkvæmt grein FT.

Sjá einnig: 66° Norður opnar í London

„66°Norður er svo rótgróið í íslenskri menningu [...] Ég keypti eina af úlpunum þeirra þegar ég flutti hingað fyrst. Þær eru eins og þjóðbúningur Íslands,“ segir James og vísar til vinsælda þeirra hér á landi. „Þú getur ekki lifað án þeirra.“

James segir að fatalínan státi af flísjökkum, bolum og hettupeysum í litum sem líkja eftir rökkri. Hann kveðst einnig spenntur fyrir lambhúshettum sem þaktar eru blómum.

James hefur áður hannað breyttar útgáfur af þekktum vörumerkjum, þar sem plöntulíf umvefst merkinu. Þetta verður hins vegar í fyrsta skipti sem hann útfærir útsaum með vél.

„Ég var alltaf hikandi við að gera þetta,“ segir James sem hefur fengi fjölda boða frá íþróttavörumerkjum í gegnum tíðina. „Eftir fimm ár af útsaum í höndunum, þá hugsaði ég með mér að þetta væri kannski ekki vitlaust.“

James Merry setur sinn svip á þekkt íþróttamerki. Myndir teknar af heimasíðu Merry.
James Merry setur sinn svip á þekkt íþróttamerki. Myndir teknar af heimasíðu Merry.

„Fyrir nokkrum árum lofaði ég sjálfum mér að ef ég myndi á einhverjum tíma fjöldaframleiða [merkin], þá yrði það fyrir 66°Norður. Ég sauma yfirleitt út eitthvað íslenskt, svo mér fannst það rökrétt.“

Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður, segir við FT að hann hafi heillast af verkum James þar sem „við sáum ástríðuna hans fyrir náttúrunni [...] og hann er upptekinn af blómum og fuglum“. Helgi segir hágæða handverk og útifatnað eiga náttúrulega vel saman.

„Hvort tveggja krefst mikillar tækni. Stundum virka úlpur mjög einfaldar en í hefur gríðarmikil nákvæmnisvinna farið í hönnunina og við framleiðslu á öllum okkar vörum.“

James minntist sérstaklega á hvað hann hafi verið ánægður að uppgötva saumastofu 66° Norðurs sem sinnir viðgerðarþjónustu. „Þetta er heilt herbergi, fullt af konum og allt handsaumur. Með öðrum orðum, mín útgáfa af himnaríki.“

Helgi segir að 66°Norður hafi alltaf haldið úti þessari saumastofu. „Okkur datt aldrei í hug að kynna þetta sérstaklega fyrr en ég ræddi við forstjóra [útivistarmerkisins] Patagonia um frábæra sjálfbærniframtakið hans.“ Þá hafi hann áttað sig á hvað saumastofa 66° væri einstök.

Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66° Norðurs, segist hafa heillast af verkum James Merry.
Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66° Norðurs, segist hafa heillast af verkum James Merry.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Enski myndlistarmaðurinn James Merry, sem hefur unnið náið með tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur frá árinu 2009, var í viðtali hjá Financial Times á dögunum. Hinn fertugi James ræðir um fyrstu kynni sín af Björk og samstarfslínu sína með 66°Norður sem verður kynnt í vetur.

James býr ásamt eiginmanni sínum, sem er leikskólakennari, í sturtulausum bústað í Mosfellsbæ og hefur þar komið sér upp vinnustofu. Þeir eiga kött saman og stefna einnig að því að fá sér hænur. „Við eigum síðasta kofann í Reykjavíkurbúbblunni.“

James ólst upp í bænum Stroud í Gloucestershire í Englandi. Hann lýsir því að það hafi tekið sig nokkurn tíma að venjast íslenska gróðurlendinu.

„Ég varð að þjálfa upp augun mín eftir að ég flutti hingað. Ég var svo vanur sveitinni í Gloucestershire þar sem allt er kjarri vaxið, frjósamt og grænt.“

Morgunmatur með Björk og beint heim

James Merry, sem hefur m.a. unnið fyrir Gucci, Tilda Swinton og Iris van Herpen, er hvað þekktastur fyrir útsaum og grímugerð. Hann kenndi sjálfum sér útsaum í æsku en fór aldrei í listaskóla heldur stundaði nám við fornfræði í Oxford. Hann hóf listaferil sinn hjá Peggy Guggenheim safninu í Feneyjum en gafst síðan tækifæri til að aðstoða enska listamanninn Damien Hirst við fiðrildaverkin sín.

„Við vorum að búa þau til fyrir sýningu í Los Angeles. Ef einn vængur af 10 þúsund á tiltekinni mynd var ekki tilgreindur þá brenndi bandaríski tollurinn hana, sem gerðist nokkrum sinnum.“

James segir að leiðir sínar og Bjarkar hafi legið saman eftir að Hirst, sem er ríkasti listamaður Englands, setti á fót hljómplötufyrirtæki. Einn daginn hafi kona komið inn á skrifstofu fyrirtækisins og óskað eftir aðstoðarmanni fyrir Björk.

„Við [Björk] áttum í tölvupóstsamskiptum og síðan útvegaði hún mér ferð til New York til að snæða saman morgunmat – sem er það klikkaðasta sem ég hef gert í lífinu,“ segir James og bætir við að þau hafi strax náð vel saman.

„Ég bjóst við að þetta yrði bara fyndin saga: Björk að redda mér flugi til Bandaríkjanna í nokkra klukkutíma og svo sneri ég strax heim.“ Viku síðar flutti hann inn til Bjarkar og fjölskyldu hennar.

Í fyrstu skiptu þau tíma sínum á milli New York og Reykjavíkur en bæði James og Björk búa nú aðeins á Íslandi. Hann ferðast þó reglulega til Englands til að verða sér úti um efni og skapandi aðföng sem minna framboð er af í Reykjavík. „Ég tek með mér tóma ferðatösku, sinni öllum mínum erindum á Oxford Circus og flýg svo til baka.“

Björk klæðist hér grímu eftir James Merry.
Björk klæðist hér grímu eftir James Merry.

66° úlpur þjóðbúningur Íslands

Í nóvember næstkomandi verður fyrsta samstarfslína James Merry og 66°Norður kynnt til leiks. Vörur úr línunni verða eingöngu fáanlegar í nýju verslun 66°Norðurs á Regent Street í London, samkvæmt grein FT.

Sjá einnig: 66° Norður opnar í London

„66°Norður er svo rótgróið í íslenskri menningu [...] Ég keypti eina af úlpunum þeirra þegar ég flutti hingað fyrst. Þær eru eins og þjóðbúningur Íslands,“ segir James og vísar til vinsælda þeirra hér á landi. „Þú getur ekki lifað án þeirra.“

James segir að fatalínan státi af flísjökkum, bolum og hettupeysum í litum sem líkja eftir rökkri. Hann kveðst einnig spenntur fyrir lambhúshettum sem þaktar eru blómum.

James hefur áður hannað breyttar útgáfur af þekktum vörumerkjum, þar sem plöntulíf umvefst merkinu. Þetta verður hins vegar í fyrsta skipti sem hann útfærir útsaum með vél.

„Ég var alltaf hikandi við að gera þetta,“ segir James sem hefur fengi fjölda boða frá íþróttavörumerkjum í gegnum tíðina. „Eftir fimm ár af útsaum í höndunum, þá hugsaði ég með mér að þetta væri kannski ekki vitlaust.“

James Merry setur sinn svip á þekkt íþróttamerki. Myndir teknar af heimasíðu Merry.
James Merry setur sinn svip á þekkt íþróttamerki. Myndir teknar af heimasíðu Merry.

„Fyrir nokkrum árum lofaði ég sjálfum mér að ef ég myndi á einhverjum tíma fjöldaframleiða [merkin], þá yrði það fyrir 66°Norður. Ég sauma yfirleitt út eitthvað íslenskt, svo mér fannst það rökrétt.“

Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður, segir við FT að hann hafi heillast af verkum James þar sem „við sáum ástríðuna hans fyrir náttúrunni [...] og hann er upptekinn af blómum og fuglum“. Helgi segir hágæða handverk og útifatnað eiga náttúrulega vel saman.

„Hvort tveggja krefst mikillar tækni. Stundum virka úlpur mjög einfaldar en í hefur gríðarmikil nákvæmnisvinna farið í hönnunina og við framleiðslu á öllum okkar vörum.“

James minntist sérstaklega á hvað hann hafi verið ánægður að uppgötva saumastofu 66° Norðurs sem sinnir viðgerðarþjónustu. „Þetta er heilt herbergi, fullt af konum og allt handsaumur. Með öðrum orðum, mín útgáfa af himnaríki.“

Helgi segir að 66°Norður hafi alltaf haldið úti þessari saumastofu. „Okkur datt aldrei í hug að kynna þetta sérstaklega fyrr en ég ræddi við forstjóra [útivistarmerkisins] Patagonia um frábæra sjálfbærniframtakið hans.“ Þá hafi hann áttað sig á hvað saumastofa 66° væri einstök.

Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66° Norðurs, segist hafa heillast af verkum James Merry.
Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66° Norðurs, segist hafa heillast af verkum James Merry.
© Aðsend mynd (AÐSEND)