Föstudaginn 26. maí var mér boðið í óvissuferð fyrir bragðlaukana á sælkerakvöldi Moss Restaurant, veitingastað Reatreat hótels Bláa lónsins. Ég bauð æskuvinkonu minni með.

Við áttum pantað borð um sjö leytið svo við lögðum af stað vestur úr bæ um átjánhundruð með Coldplay í græjunum.

Verandi svolítill matargikkur og með óþroskaða bragðlauka kom ég ekki með miklar væntingar inn í kvöldið. Ég var í sannleika sagt hrædd um að koma svöng heim. En það varð aldeilis ekki raunin.

Æskuvinkona mín er aftur á móti mikill matgæðingur svo vegum hvor aðra upp.

Í boði var sex rétta sælkeraveisla úr fyrsta flokks árstíðarbundnu hráefni þar sem hver réttur var paraður með sérvöldum árgangi af Dom Pérignon kampavíni og fleiri gæðavínum

Oft er talað um að við borðum fyrst með augunum og átti það mjög vel við þessa kvöldstund. Borinn var á borð fallega matreiddur matur, sem var næstum það vel skreyttur að stundum týmdi ég varla að borða hann.

Japanska Wagyu nautakjötið kom mikið á óvart.
Japanska Wagyu nautakjötið kom mikið á óvart.

Minn uppáhaldsréttur var íslenski þorskurinn í sítrónusmjörsósunni. Japanska Wagyu nautakjötið var þar skammt undan. En vinkona mín, sem er venjulega ekki mikið fyrir rautt kjöt, var orðlaus yfir því hversu gott það var.

Á heildina litið kom maturinn mér virkilega vel á óvart. Ekki það að ég hafi ekki treyst þaulreyndu matreiðslumeisturnunum til að galdra fram sína list, heldur eru það ímynd mín að ekkert kæti bragðlauka mína meira en kjúklingur og hrísgrjón.

Matarupplifunina má lesa í heild sinni í blaðinu Eftir vinnu sem kom út í dag. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.