Atvinnurekenda AUÐUR, sem er ein af þremur deildum innan Félags kvenna í atvinnulífinu, er orðinn nýr aðili að FCEM, heimssamtökum kvenna atvinnurekenda og fyrirtækjaeigenda.
Í deildinni eru rúmlega fjögur hundruð konur sem standa vörð um hagsmuni félagskvenna FKA. Félagið miðlar meðal annars upplýsingum og stendur fyrir fræðslufundum sem taka mið af þörfum og áhugasviði ásamt því að efla tengslanetið.
Atvinnurekenda AUÐUR, sem er ein af þremur deildum innan Félags kvenna í atvinnulífinu, er orðinn nýr aðili að FCEM, heimssamtökum kvenna atvinnurekenda og fyrirtækjaeigenda.
Í deildinni eru rúmlega fjögur hundruð konur sem standa vörð um hagsmuni félagskvenna FKA. Félagið miðlar meðal annars upplýsingum og stendur fyrir fræðslufundum sem taka mið af þörfum og áhugasviði ásamt því að efla tengslanetið.
„Markmið Atvinnurekenda-AUÐS er að standa vörð um hagsmuni félagskvenna sem atvinnurekenda, miðla upplýsingum og standa fyrir fræðslufundum sem taka mið af þörfum þeirra og áhugasviði ásamt því að efla tengslanet þeirra. Það er mikið fagnaðarefni að Atvinnurekenda AUÐUR sé nú aðili að FCEM, heimssamtökum kvenatvinnurekenda og fyrirtækjaeigenda,“ segir Jónína Bjartmarz eigandi Okkar konur í Kína og Iceland Europe Travel sem er í stjórn deildarinnar.
Aðildin var formlega samþykkt á heimsþinginu í París í fyrra sem um 700 konur sóttu, þar með talið níu félagskonur A-AUÐS. Deildin sótti einnig Global Summit of Women í Dubai í fyrra þar sem Hrönn M. Magnúsdóttir hjá Ankra ehf./Feel Iceland var fulltrúi FKA í sérstöku frumkvöðlapallborði.
Opnunarviðburður síðasta starfsársins hjá Atvinnurekenda AUÐI var haldinn á sjó þegar farið var í sjóstangaveiði með Rósinni frá Reykjavíkurhöfn, helgina 3.- 5. maí síðastliðnum tóku tæplega 40 félagskonur þátt í vorferð Atvinnurekenda AUÐS austur á land.
Rúmlega 1.400 konur eru í Félagi kvenna í atvinnulífinu, FKA, um land allt og af þeim eru 400 í Atvinnurekenda AUÐI. Í stjórn deildarinnar eru þær Aðalheiður Karlsdóttir, Jónína Bjartmarz, Katrín Rós Gýmisdóttir, Kristín Björg Jónsdóttir, Kristín Ýr Pálmarsdóttir, Margrét Reynisdóttir, Ragnheiður Ásmundsdóttir. Í varastjórn til eins árs eru þær Anna M. Björnsdóttir og Ásta Sveinsdóttir.