Fyrsta gervigreindarráðstefnan á Íslandi, AI Summit Iceland 2025, var haldin í Gamla bíói.
Sigurður Pálsson, forstjóri BYKO, sagði frá því hvernig Byko er að taka sín fyrstu skref í að nýta sér gervigreindartæknina.
Ljósmynd: Elísabet Blöndal
Deila
Gervigreindarráðstefnan AI Summit Iceland 2025 var haldin í Gamla bíói nú á dögunum. Upplýsingatæknifyrirtækið APRÓ stóð að ráðstefnunni, sem var afar vel sótt.
Er þetta í fyrsta skipti sem ráðstefnan er haldin, en henni er ætlað að verða árlegur vettvangur fyrir umræðu og kynningu á íslenskri nýsköpun í gervigreindartækni. Ráðstefnustjóri var Hjálmar Gíslason, stofnandi og forstjóri GRID.
Að dagskrá lokinni var boðið til samkvæmis á Petersen-svítunni. Þar voru veitt fyrstu Gervigreindarverðlaun Íslands en það var íslenska hugbúnaðarfyrirtækið 50skills sem hlaut viðurkenninguna fyrir framsækna nálgun sína með notkun gervigreindar. Kristín Magnúsdóttir, yfirmaður viðskiptaþróunar hjá 50skills, veitti viðurkenningunni móttöku. Er þetta í fyrst sinn sem verðlaun sem þessi eru veitt hérlendis en ætlun APRÓ er að heiðra árlega framúrskarandi nýsköpun og framþróun í notkun gervigreindar á Íslandi.
Ráðstefnustjóri var Hjálmar Gíslason, stofnandi og forstjóri GRID og leiddi hann dagskrá dagsins ásamt panelumræðum.
Stine Skjærbæk, sérfræðingur í gervigreind hjá Google Cloud, sagði meðal annars frá þeim áskorunum sem norræn fyrirtæki standa frammi fyrir við innleiðingu gervigreindar.
Hugbúnaðarfyrirtækið 50skills hlaut fyrstu Gervgreindarverðlaun Íslands fyrir framsækna nálgun sína með notkun gervigreindar. Hlöðver Þór Árnason, framkvæmdastjóri APRÓ, afhenti Kristínu Magnúsdóttur, yfirmanni hjá 50skills, viðurkenninguna.
Faris Haddad er reyndur gagna- og gervigreindarstrategisti sem starfar hjá AWD. Hann hefur unnið í nánu samstarfi við opinberar stofnanir þar á meðal bresku ríkisstjórnina, Seðlabanka Evrópu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.