Startup Supernova hraðalinn er í fullum gangi og var annar viðburður sumarsins haldinn í Grósku fimmtudaginn seinasta. Icelandic Startups keyra hraðalinn en bakhjarlar verkefnisins eru Nova og Gróska auk þess sem Huawei styrkti sérstaklega teymið FOMO.

Í þetta sinn var komið að seinni fimm teymunum að kynna sína hugmynd og höfðu þau til þess eina mínútu. Fjöldi fjárfesta og áhugasamra voru á staðnum og var grillað í lok viðburðar.

Það fer að hylla undir lok hraðalsins og er lokahnykkurinn fjárfestadagurinn sem haldinn verður í Grósku þann 13. Ágúst næstkomandi.

Emil Ásgrímsson og Jósep Þórhallsson
Emil Ásgrímsson og Jósep Þórhallsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Emil Ásgrímsson og Jósep Þórhallsson alsáttir með sæmundarvatnið.

: Haukur Guðjónsson, Haraldur Húgósson, Eggert Claessen
: Haukur Guðjónsson, Haraldur Húgósson, Eggert Claessen
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Athafnamennirnir Haukur Guðjónsson, Haraldur Húgósson og Eggert Claessen í skýjunum með að hafa fengið hamborgara.

Svavar Berg Johannsoon, Elsa Bjarnadóttir, Ása Þórhallsdóttir, Sunna Halla Einarsdóttir
Svavar Berg Johannsoon, Elsa Bjarnadóttir, Ása Þórhallsdóttir, Sunna Halla Einarsdóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Svavar Berg Jóhannsson og Elsa Bjarnadóttir nældu sér í drykk en sögur fara ekki af því hvort þær Ása Þórhallsdóttir og Sunna Halla Einarsdóttir gerðu s líkt hið sama.

Freyr Friðfinnsson, Stefán Darri Þórsson, Sunna Halla Einarsdóttir, Davíð Rafn Kristjánsson og Börkur Atlas Davíðsson.
Freyr Friðfinnsson, Stefán Darri Þórsson, Sunna Halla Einarsdóttir, Davíð Rafn Kristjánsson og Börkur Atlas Davíðsson.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Freyr Friðfinnsson, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups, Stefán Darri Þórsson handboltakempa og COO hjá Swapp Agency, Sunna Halla Einarsdóttir, fjármálastjóri Icelandic Startups, Davíð Rafn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Swapp Agency og Börkur Atlas Davíðsson, krútt.

Grill djammborgari hamborgari
Grill djammborgari hamborgari
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Allir góðir viðburðir eiga það sameiginlegt að bjóða upp á grillaða djammborgara.

Valentina Klaas
Valentina Klaas
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Valentina Klaas, meðstofnandi Surova, leikur á alls oddi

: Emil Ásgrímsson, Kristbjörg María Guðmundsdóttir og Ragna Margrét Guðmundsdóttir
: Emil Ásgrímsson, Kristbjörg María Guðmundsdóttir og Ragna Margrét Guðmundsdóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Hönnuðirnir Emil Ásgrímsson, Kristbjörg María Guðmundsdóttir og Ragna Margrét Guðmundsdóttir voru kampakát með viðburðinn.

Auður Nanna Baldvinsdóttir
Auður Nanna Baldvinsdóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Auður Nanna Baldvinsdóttir, meðstofnandi IDUNN H2, átti í litlum erfiðleikum með þetta erindi.