RIMC var haldin á Reykjavík Natura á fimmtudaginn en í tilkynningu segir að það hafi verið húsfyllir á ráðstefnunni.
RIMC var haldin á Reykjavík Natura á fimmtudaginn en í tilkynningu segir að það hafi verið húsfyllir á ráðstefnunni.
Ráðstefnan er fyrst og fremst fyrir markaðsfólk og áhugafólk um nýjustu strauma á sviði markaðssetningar.
RIMC var fyrst haldin fyrir 20 árum en upphafsmaður ráðstefnunnar er Kristján Már Hauksson, sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu, sem nú starfar hjá The Engine og TBWA\Norway.
„Við erum í skýjunum yfir ráðstefnunni og hvernig til tókst. Það var húsfyllir og setið á öllum stólum og nánast á borðum líka. Sem fyrr var markmið ráðstefnunnar að auka þekkingu og kynna okkur allt það nýjasta úr heimi stafrænnar markaðssetningar. Þetta árið var m.a. lögð áhersla á hvernig tilkoma gervigreindar hefur gjörbreytt leiknum,“ segir Hreggviður Magnússon, framkvæmdastjóri The Engine.
Um 150 erlendir fyrirlesarar hafa heimsótt ráðstefnuna frá upphafi.
„Fyrirlesararnir voru frábærir en þeir komu frá Google, IKEA, Getty Images og TBWA, auk stafrænna markaðsráðgjafa sem hafa unnið fyrir tískugeirann og með risum á borð við Vodafone og eBay. Það var mjög áhugavert að hlusta á þá því það eru svo miklar tækniframfarir í gangi núna,“ segir Hreggviður jafnframt.