Markaðsviðburður Póstsins var haldinn í Silfurbergi í Hörpu í gær og segir í tilkynningu að viðburðurinn hafi verið fjölsóttur.

Markaðsviðburður Póstsins var haldinn í Silfurbergi í Hörpu í gær og segir í tilkynningu að viðburðurinn hafi verið fjölsóttur.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Gestir, margir hverjir verslunar- og fyrirtækjaeigendur, voru mættir til að virða að sér fróðleik um vænlegar leiðir til árangurs í markaðsmálum.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Ósk Heiða Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptavina hjá Póstinum, stýrði viðburðinum. Fyrirlesarar voru þau Bára Atladóttir, Arinbjörn Hauksson, Ágúst Óli Sigurðsson og Auður Ösp Ólafsdóttir.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Bára Atladóttir, hönnuður og eigandi BRÁ verslunar, var óspör á söluaukandi ráð til verslunareigenda. Hún stóð til dæmis frammi fyrir því að vera með lager fullan af pallíettukjólum í samkomubanni en tókst að fimmfalda sölu með því að bregða á leik á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #bráfancyfriday.

Ágúst Óli hjá Svartagaldri tíundaði mikilvægi þess að nýta gögnin vel. Hann nefndi einnig að það mætti fá innblástur með því að nýta gervigreindina svo sem í tengslum við uppsetningu og sköpun en vélanám er líka gagnlegt til að finna sinn markhóp og vísar til algrímsins á samfélagsmiðlum.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Auður Ösp, markaðsklappstýra, eins og hún kallar sig, velti fyrir sér mannlega vinklinum á tímum gervigreindar. Sjálf segist hún nota slíka tækni á hverjum degi en slær varnagla við að stóla alfarið á hana.

Arinbjörn, forstöðumaður markaðssviðs ELKO, segir fyrirtækið leggja ríka áherslu á ánægju viðskiptavina sem felst meðal annars í því að viðskiptavinir njóti góðs af því að byrja snemma að versla jólagjafir og boðið sé upp á góðan skilarétt. Þá sé líka mikilvægt að manna starfstöðvar vel því álagið eykst til muna á afsláttardögunum að hans sögn.