Það hefur heldur betur dregið til tíðinda í kjarasamningsviðræðum í desembermánuði. Í byrjun mánaðar var greint frá því að kjarasamningar Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA) væru í höfn. Rúmri viku síðar náðust svo samningar milli SA og VR, LÍV og samflots iðnaðar- og tæknifólks. Því hefur verið gengið frá samningum við öll aðildarfélög SGS (fyrir utan Eflingu), VR, LÍV og stéttarfélög iðn- og tæknifólks. Samningarnir gilda allir frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024.
Það hefur heldur betur dregið til tíðinda í kjarasamningsviðræðum í desembermánuði. Í byrjun mánaðar var greint frá því að kjarasamningar Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA) væru í höfn. Rúmri viku síðar náðust svo samningar milli SA og VR, LÍV og samflots iðnaðar- og tæknifólks. Því hefur verið gengið frá samningum við öll aðildarfélög SGS (fyrir utan Eflingu), VR, LÍV og stéttarfélög iðn- og tæknifólks. Samningarnir gilda allir frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024.
Niðurstaða atkvæðagreiðslu um kjarasamninga SGS félaganna mun liggja fyrir 19. desember og þann 21. desember vegna samninga VR, LÍV og iðn- og tæknifólks. Ekki verður greitt eftir samningunum fyrr en niðurstaða liggur fyrir. Allir samningarnir eiga það sameiginlegt að hagvaxtarauki, sem koma átti til greiðslu vorið 2023, er innifalinn um í umsaminni hækkun 1. nóvember 2022.