Þá var einnig tekið á móti félagskonum FKA af Iðu Brá Benediktsdóttur aðstoðarbankastjóra, Júlí Heiðari og Guðbjörgu Heiðu Guðmundsdóttur, forstjóra Varðar.
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir forstjóri Varðar sló í gegn.
Unnur María eigandi Skapandi, Halla Tómasdóttir, Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir, stofnandi Úlfatíma og framleiðandi Redhead, og Linda Björg Björnsdóttir, viðburðastjóri hjá Skapandi.
Yfirskrift dagsins var ,,Að varða sína leið" og erindin fjölbreytt og fræðandi. Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, forstjóri Varðar, hélt einnig erindi og fram eftir degi komu fleiri fram.
Konur úr landsbyggðadeildum FKA koma saman á viðburði í raunheimum líkt og félagskonur úr FKA Suðurnesja gerðu á Sýnileikadegi í ár.
Hátt í þrjú hundruð konur vörðu deginum með FKA og fjölmargar félagskonur af landinu öllu voru á streymi en dagurinn hefur verið haldinn í Arion banka fimm ár í röð og er orðinn fastur liður í símenntun hjá félagskonum.
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir forstjóri Varðar og Halla Tómasdóttir forseti Íslands.
Tækniráð FKA kynnti nýju heimasíðu FKA sem unnin er með KAKTUS. Fremst er Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir eigandi hugbúnaðarfyrirtækisins GET Ráðgjöf og Helga Björg Steinþórsdóttir stofnandi og meðeigandi AwareGO.
Ný heimasíða FKA var einnig frumsýnd sem Tækniráð FKA hefur unnið að með KAKTUS og konum gafst kostur á að láta mynda sig og fá Portrett-mynd á svæðinu hjá Gunu Mežule ljósmyndara.
Harpa Magnúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Hoobla með reynslusögu sem fangaði athygli allra.