Hampiðjan og Hjörtur Erlendsson, forstjóri félagsins, hlutu viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar árið 2022.
Hampiðjan og Hjörtur Erlendsson, forstjóri félagsins, hlutu viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar árið 2022.
Efnt var til fagnaðar í Gyllta salnum á Hótel Borg á dögunum þar sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sá um að afhenda Hirti viðskiptaverðlaunin. Á sama tíma var útgáfu Áramóta, veglegs tímarits Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar, fagnað. Í blaðinu má meðal annars finna ítarlegt viðtal við Hjört, en hann hefur starfað hjá Hampiðjunni í frá árinu 1985 og verið forstjóri frá 2014.
Mikið fjölmenni safnaðist saman á Hótel Borg til að samgleðjast Hirti og Hampiðjunni og fagna útgáfu blaðsins.