Nú eru skólarnir farnir af stað og lífið að komast í rútínu aftur. Hollt og gott nesti er mikilvægt fyrir alla skólakrakka. Hér eru nokkrar hugmyndir.

Niðurskornir ávextir og grænmeti er hollur og góður kostur í nestisboxið.

Hugmyndir:

 • Epli
 • Appelsína
 • Pera
 • Banani
 • Kíví
 • Melóna
 • Jarðaber
 • Bláber
 • Vínber
 • Gulrætur
 • Paprika

Smurð brauðsneið eða samloka getur líka verið góður orkugjafi.

Hugmyndir að áleggi:

 • Smjör
 • Ostur
 • Gúrka
 • Kál
 • Kæfa

Skyr, jógurt, hafra- og/eða chiagrautur og pasta er einnig hollt og sniðugt í nestisboxið.