Óhætt er að segja að kynslóðaskipti á CR-V hafi verið kærkomin. Síðasta kynslóð af CR-V, sem státar af því að vera einn mest seldi bíll Honda á heimsvísu, var að mörgu leyti komin til ára sinna hvað útlit varðar.

Óhætt er að segja að kynslóðaskipti á CR-V hafi verið kærkomin. Síðasta kynslóð af CR-V, sem státar af því að vera einn mest seldi bíll Honda á heimsvísu, var að mörgu leyti komin til ára sinna hvað útlit varðar.

Ný kynslóð Honda CR-V kemur fersk inn með sterklegum flottum línum og mun kraftmeira útliti. Að sjálfsögðu er mikið um tækninýjungar í hinum nýja bíl sem markar tímamót í rafmagnsvæðingu Honda með fyrstu tengiltvinnútfærslunni eða Plug-in Hybrid.

Honda CR-V er nú lengri, breiðari og hærri en fyrri útgáfa bílsins. Hann er 4,706 cm á lengd og 1,866 cm á breidd. Þá er Plug-in Hybrid bílliinn með 16 cm veghæð. Honda CR-V Plugin Hybrid er framhjóladrifinn en CR-V er einnig fáanlegur í Hybrid útfærslu sem er fjórhjóladrifinn.

Led ljósin að framan eru m.a. nýr ættarsvipur hjá Honda.

Honda CR-V býður upp á þægindi í akstri hvort sem er í borgarumferð eða á langferðum. Hann er ágætlega kraftmikill en vantar aðeins upp á upptakið, er 9,4 sekúndur í hundrað sem er þó nokkuð frá sumum keppinautum sínum.

Það kemur þó ekki að sök þar sem bíllinn skilar þýðum akstri hvoru tveggja á rafmótor sem á bensínvélinni. Þá býður Plug-in Hybrid vélin upp á að hægt er að hlaða rafmótorinn þegar keyrt er á bensíninu sem er mikill kostur og tilvalið að koma á fullum rafgeymi inn í borgina eftir góðan sunnudagsbíltúr.

Nánar er fjallað um málið í sérblaðinu EV Bílar, sem fylgdi Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.