Haustsýning Heklu verður haldin á morgun laugardag klukkan 12-16. Þar verður nýr Audi Q7 í tengiltvinnútfærslu frumsýndur sem og nýr Skoda Enyaq rafbíll sem er nú enn kraftmeiri og með lengri drægni en áður.
Þá verður til sýnis sérstök afmælisútgáfa af Volkswagen Golf sem fagnar 50 ára afmæli í ár ásamt nýjum Skoda Superb.
Haustsýning Heklu verður haldin á morgun laugardag klukkan 12-16. Þar verður nýr Audi Q7 í tengiltvinnútfærslu frumsýndur sem og nýr Skoda Enyaq rafbíll sem er nú enn kraftmeiri og með lengri drægni en áður.
Þá verður til sýnis sérstök afmælisútgáfa af Volkswagen Golf sem fagnar 50 ára afmæli í ár ásamt nýjum Skoda Superb.
Audi Q7 er lúxussportjeppi sem sameinar það besta úr báðum heimum með kraftmikilli 3 lítra V6 bensínvél og allt að 82 km drægni á rafmagni. Bíllinn er fjórhjóladrifinn og með 3,5 tonna dráttargetu.
Volkswagen Golf fagnar nú 50 ára afmæli en þessi vinsælasti bíll Volkswagen frá upphafi kemur nú í sérstakri afmælisútgáfu. Bíllinn er fullur af aukabúnaði, með öflugri bensínvél og fáanlegur í tengiltvinnútgáfu með allt að 142 km drægni á rafmagni. Einnig kynnum við tvo nýja bíla frá Skoda. Hinn sígilda Skoda Superb og rafmagnaðan Skoda Enyaq 85x sem nú er enn kraftmeiri og betur búinn en áður.