Nýr EQE SUV frá Mercedes EQ verður frumsýndur hjá Bílaumboðinu Öskju dagana 8.-10. júní.

Með allt að 552 km drægni, framúrskarandi hönnun og einstakri akstursupplifun nær EQE SUV nýjum hæðum í flokki rafmagnaðra lúxusjeppa. Bíllinn er byggður á sameiginlegum EVA 2.0 undirvagni sem einnig má finna í EQS og EQE fólksbílunum. Tveir öflugir rafmótorar og fjölhæft fjórhjóladrif er grundvöllur framúrskarandi akstursupplifunar bílsins.

EQE SUV er stór og stæðilegur lúxusjeppi og það er mikið pláss fyrir fólk og farangur. Farangursrými bílsins er allt að 1686 lítrar.

Skýrar línur gefa bílnum nýstárlega straumlínulögun og sportlegt yfirbragð, ásamt skarpri ásýnd og samfelldu heildarútliti. MBUX ofurskjárinn og stafrænir litaheimar setja tóninn í innra rýminu, ásamt hágæða skreytingum og ríkulegu plássi. Akstursstoðkerfi, leiðsögukerfi með snjallvirkni og framúrskarandi hljómgæði gera ökumanni og farþegum kleift að njóta sín á löngu ferðalagi sem verður einstaklega þægilegt og afslappandi.

Auk EQE SUV verður einnig Mercedes-AMG EQE 43 SUV frumsýndur á sama tíma í glæsilegum sýningarsal Mercedes-Benz á Íslandi.