For­sala á nýjum Honda CR-V PHEV hefst í há­deginu á morgun, kl. 12.

Mun þetta vera sjötta kyn­slóð Honda CR-V en sam­kvæmt frétta­til­kynningu er þetta fyrsta sinn sem bíllinn er fáan­legur í PHEV ten­gilt­vinn­út­færslu í Evrópu.

Bíllinn er byggður á sí­gildu út­liti for­vera síns en út­litið er nú enn kraft­meira og sport­legra með nú­tíma­legri hönnun sem endur­speglar hrífandi aksturs­eigin­leika bílsins.

Helstu eigin­leikar CR-V PHEV eru t. d. 82 km drægni á 100% raf­magni, 360° mynda­vélar, allt að 1.500 kg dráttar­geta, Honda Sensing 360° öryggi og tíma­stillt for­hitun svo eitt­hvað sé nefnt.

„Honda tekur nú stórt skref inn í fram­tíðina“

„Við erum gríðar­lega spennt fyrir komu CR-V PHEV. Allt frá fyrstu kyn­slóð hefur þessi á­reiðan­legi jepp­lingur skapað sér miklar vin­sældir á Ís­landi. Hann er á­reiðan­legur, öruggur og hentar af­skap­lega vel fyrir okkar að­stæður. Hann hefur því byggt upp tryggan hóp eig­enda hér á landi. Honda tekur nú stórt skref inn í fram­tíðina með því að bjóða upp á þennan vin­sæla bíl í ten­gilt­vinn­út­færslu á­samt mörgum tækni­nýjungum,“ segir Hlynur Björn Pálma­son, sölu­stjóri Honda á Ís­landi.

Sam­kvæmt til­kynningu er verðið á CR-V PHEV að byrja frá 9.790.000 kr.

For­pöntun fer fram í vef­sýningar­sal Öskju á syningar­salur.askja.is. Í kjöl­far for­sölu CR-V PHEV verður haldin sér­stök frum­sýning á laugar­daginn, 26. ágúst á Krók­hálsi 13 frá 12-16.