Forsala á nýjum Honda CR-V PHEV hefst í hádeginu á morgun, kl. 12.
Mun þetta vera sjötta kynslóð Honda CR-V en samkvæmt fréttatilkynningu er þetta fyrsta sinn sem bíllinn er fáanlegur í PHEV tengiltvinnútfærslu í Evrópu.
Bíllinn er byggður á sígildu útliti forvera síns en útlitið er nú enn kraftmeira og sportlegra með nútímalegri hönnun sem endurspeglar hrífandi aksturseiginleika bílsins.
Helstu eiginleikar CR-V PHEV eru t. d. 82 km drægni á 100% rafmagni, 360° myndavélar, allt að 1.500 kg dráttargeta, Honda Sensing 360° öryggi og tímastillt forhitun svo eitthvað sé nefnt.
„Honda tekur nú stórt skref inn í framtíðina“
„Við erum gríðarlega spennt fyrir komu CR-V PHEV. Allt frá fyrstu kynslóð hefur þessi áreiðanlegi jepplingur skapað sér miklar vinsældir á Íslandi. Hann er áreiðanlegur, öruggur og hentar afskaplega vel fyrir okkar aðstæður. Hann hefur því byggt upp tryggan hóp eigenda hér á landi. Honda tekur nú stórt skref inn í framtíðina með því að bjóða upp á þennan vinsæla bíl í tengiltvinnútfærslu ásamt mörgum tækninýjungum,“ segir Hlynur Björn Pálmason, sölustjóri Honda á Íslandi.
Samkvæmt tilkynningu er verðið á CR-V PHEV að byrja frá 9.790.000 kr.
Forpöntun fer fram í vefsýningarsal Öskju á syningarsalur.askja.is. Í kjölfar forsölu CR-V PHEV verður haldin sérstök frumsýning á laugardaginn, 26. ágúst á Krókhálsi 13 frá 12-16.