Þegar við hugsum um perlur, gætu hugrenningar okkar að mestu leyti verið bundnar við kvenlega fegurð, konunglega skartgripi og lúxus sem ríkir meðal yfirstéttar. En í dag eru karlmenn að brjóta upp þessa staðalímynd. Perlufestar hafa verið í tísku síðustu misseri og náð vinsældum hjá karlmönnum um allan heim.
Þegar við hugsum um perlur, gætu hugrenningar okkar að mestu leyti verið bundnar við kvenlega fegurð, konunglega skartgripi og lúxus sem ríkir meðal yfirstéttar. En í dag eru karlmenn að brjóta upp þessa staðalímynd. Perlufestar hafa verið í tísku síðustu misseri og náð vinsældum hjá karlmönnum um allan heim.
Perlur og karlmenn í sögulegu samhengi
Það má segja að perlur hafi alltaf verið tákn um vald og auð. Það kemur eflaust einhverjum á óvart að yfir langt tímabil voru perlur taldar karlmannlegt skart. Það var ekki fyrr en á 20. öldinni sem perlur urðu tákn um kvenleika. Frá því á dögum Rómverja hafa karlmenn borið perlur sem tákn um ríkidæmi og völd. Á miðöldum báru konungar og aðrir aðalsmenn perlur til að sýna fram á stöðu sína. Eitt frægasta dæmi um karlmann sem bar perlur er Henry VIII, konungur Englands. Hann klæddist perluprýddum fatnaði og höfuðfötum, sem var ekkert annað en tákn um hans veldi.
Í Austurlöndum hafa perlur einnig haft sterka stöðu hjá karlmönnum. Kínverskir og indverskir kóngar voru þekktir fyrir að nota perlur í skarti sínu sem tákn um hugrekki og goðsagnakennda yfirburði. Það er ljóst að perlur hafa átt stóran sess í bæði vestrænni og austurlenskri menningu, sérstaklega þegar kemur að karlmönnum í valdamiklum stöðum.
Perluæði nútímans
Það var ekki fyrr en á síðustu árum að perlur endurheimtu sess sinn sem skart hjá karlmönnum. Trendið má rekja til stílbrotanna sem byrjuðu að sjást hjá stórstjörnum á borð við Harry Styles, sem ítrekað hefur verið myndaður með perlufesti á rauða dreglinum. Stíll hans, þar sem hann blandar saman því sem telst kvenlegt og karlmannlegt, hefur hvatt marga til að prófa nýja hluti í eigin klæðaburði.
Fleiri stjörnur eins og Pharrell Williams, A$AP Rocky, og Shawn Mendes hafa fylgt þessu fordæmi. Pharrell var einn af fyrstu stórstjörnunum til að bera perlufesti opinberlega, og síðan þá hafa margir tónlistarmenn og leikarar tekið við keflinu. Það sem áður var talið óvenjulegt er nú orðið þekkt útlit í tískuheiminum.
Tískan í dag
Perlur eru ekki lengur einungis tákn um ríkidæmi og aðalsmennsku – þær eru orðnar hluti af daglegri tísku hjá karlmönnum. Þær eru notaðar á marga vegu, hvort sem það er í bland við hversdagslegan klæðnað eða í fágaðri útfærslu við formleg tækifæri. Þetta trend, sem sameinar gamlan og nýjan stíl, sýnir hvernig tískan getur verið fjölbreytt og opin fyrir öllum kynjum.