Mercedes Benz S-Class 1974-1978

Geir Hallgrímsson var forsætisráðherra á árunum 1974-1978. Faðir hans var einn af stofnendum Ræsis hf. sem annaðist sölu og innflutning á Mercedes-Benz bifreiðum frá 1942-2010. Geir ók um á S útgáfunni að minnsta kosti hluta af forsætisráðherratíð sinni en þessi útgáfa kom á markað árið 1972. Myndin er tekin árið 1978.

Geir Hallgrímsson á leið úr Stjórnarráðshúsinu.
© vb.is (vb.is)

Chevrolet Caprice Classic 1978-1986

Tíð stjórnarskipti voru næstu árin. Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, var forsætisráðherra frá september 1978 í 13. mánuði.

Í upphafi hans ráðherratíðar keypti hann nýjan Chevrolet Caprice Classic persónulega á ráðherrakjörum frá Véladeild Sambandsins.

Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins og utanríkisráðherra, lét ráðuneytið kaupa eins bíl og Ólafur. Hann kom því í forsætisráðuneytið með Benedikt. Benedikt var forsætisráðherra aðeins í fjóra mánuði, frá október 1979 til febrúar 1980.

Chevrolet Caprice ráðherrabíllinn.
Chevrolet Caprice ráðherrabíllinn.

Þá varð Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra, eftir að hafa klofið þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Hann var í forsætisráðuneytinu fram í maí 1983.

Steingrímur Hermannsson tók við vorið 1983 sem forsætisráðherra í sitt fyrra sinn. Caprice-inn var líklega í ráðuneytinu fram til 1986.

Chevrolet Caprice árgerð 1978.

Chevrolet Blazer og S-10 Blazer 1983-1987

Steingríms Hermannsson, þá dóms- og landbúnaðarráðherra, keypti árið 1979 persónulega á ráðherrakjörum stóran jeppa af gerðinni Chevrolet Blazer.

Chevrolet Blazer Steingríms Hermannssonar
Chevrolet Blazer Steingríms Hermannssonar

Haustið 1983 keypti hann nýjan Blazer sem var minni og nefndist S-10. Hann var þá með tvo bíla því Caprice Classic var enn í notkun í ráðuneytinu. Ráðherrabílasaga hans var nokkuð flókin eins og sjá má síðar í blaðinu.

Umfjöllun um fleiri ráðherrabíla má finna í blaðinu EV - Bílar sem kom út í gær. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.