Audi e-tron 55 er algengasti ráðherrabíllinn í dag og jafnframt bíll forsætisráðherra. Eru sex e-tron bílar í þjónustu ráðherranna. Þrír Volvo XC90 í flotanum sem er næst algengastur, auk tveggja Merceces-Benz jeppa og BMW X5 jeppa.

Í dag hefur Umbra – þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins umsjón með kaupum á ráðherrabílunum og rekstri þeirra. Í svari við fyrirspurn Viðskiptablaðsins segir Viktor Jens Viktorsson, framkvæmdastjóri Umbru, að bifreið sé úthlutað til ráðuneyta til lengri eða skemmri tíma og eru færðar á milli ráðuneyta eftir hentugleika.

Elstu ráðherrabílarnir eru frá árinu 2016 og því í kringum sjö árin. Á síðustu árum hafa ráðherrabílarnir smækkað, þeir hafa verið endurnýjaðir örar og þeir eru allir með tvinnvélum eða að fullu rafdrifnir.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði