Bílar, bílablað Viðskiptablaðsins, kom út á miðvikudag. Forsíðuefni blaðsins er uppfærður Porsche 911 en við fengum að prófa hann á Suður-Spáni, bæði á sveitavegunum upp af Marbella og á Ascari kappakstursbrautinni.
Bílar, bílablað Viðskiptablaðsins, kom út á miðvikudag. Forsíðuefni blaðsins er uppfærður Porsche 911 en við fengum að prófa hann á Suður-Spáni, bæði á sveitavegunum upp af Marbella og á Ascari kappakstursbrautinni.
Porsche 911 er ein af goðsögnum bílaiðnaðarins. Meginástæðan er sú að þeir í Stóðhestagarði, Stuttgart, hafa haldið í sérkenni bílsins. Svo vel að ungabörn þekkja bílinn á ferð.
Áttunda kynslóð bílsins kom á markað árið 2019. Uppfærður bíll, sem nefnist 992.2, er aðeins breyttur útlitslega en mestu breytinguna er að finna í vélinni. Í fyrsta sinn er að finna rafmótor og rafhlöðu í Porsche 911.
Hér fyrir ofan má sjá myndband af okkar uppáhaldsútgáfu, rauðum fjórhjóladrifnum GTS, sem er þó ekki í Targa útfærslu, fara um Ascari brautina. Brautin var nýlega tekin í gegn og öll aðstaða til fyrirmyndar.
Áskrifendur geta lesið um nýjan 911 í Bílum, sérblaði Viðskiptablaðsins um bíla.