Verslunarkeðjan Lidl hefur kynnt nýjan rjómaís til leiks sem ber heitið Sol Y Mar Red Wine Swirl og er bland af vanilluís og rauðvíni. Viðbrögðin eru sögð vera blendin og virðast neytendur ekki geta ákveðið sig hvort þetta flokkist sem lostæti eða guðlast.

Ísinn kostar um 230 krónur í breskum verslunum en margir ísunnendur velta því fyrir sér hvort rauðvín sé eitthvað sem ætti að flokkast sem hressandi viðbót.

Verslunarkeðjan Lidl hefur kynnt nýjan rjómaís til leiks sem ber heitið Sol Y Mar Red Wine Swirl og er bland af vanilluís og rauðvíni. Viðbrögðin eru sögð vera blendin og virðast neytendur ekki geta ákveðið sig hvort þetta flokkist sem lostæti eða guðlast.

Ísinn kostar um 230 krónur í breskum verslunum en margir ísunnendur velta því fyrir sér hvort rauðvín sé eitthvað sem ætti að flokkast sem hressandi viðbót.

„Mér finnst þetta hljóma mjög biturt og hugsa að þetta gæti skilið eftir slæmt eftirbragð,“ segir einn notandi. Annar segist vilja prufa ísinn til að sjá hvort hann bragðist eins og vín eða vínber.

Lidl hefur ekki greint frá því hvaða vín það notar fyrir blönduna en fréttamiðillinn Drinks Business hafði samband við keðjuna til að fá frekari upplýsingar um þrúgurnar og uppruna vínsins.

Rauðvínsís er þó ekki nýr af nálinni en í borgum eins og Los Angeles má finna Cabernet Sauvignon-ís. Þar má finna georgíska götusala sem nota vín úr þrúgum Saperavi til að framleiða vínrauðan ís.