Í dag er vinsælt að leika sér með ólíkar áferðir og einfalda liti.
Í dag er vinsælt að leika sér með ólíkar áferðir og einfalda liti.

Leyfðu persónleikanum að skína

  • Það þykir heillandi að vera trúr sjálfum sér og leyfa persónulegum stíl sínum að skína í gegn. Gerðu baðherbergið að þínu.

Náttúrusteinar

  • Náttúrlegir steinar eru vinsælir og geta sett fallegan svip á heimilið. Val á steinum endurspeglar oftar en ekki persónuleikann þinn sem gerir heimilið þitt einstakt.

Klassíkin klikkar ekki

  • Einföld og tímalaus hönnun er alltaf falleg. Látlausir litir og einfaldleikinn stenst alltaf tímans tönn.

Svart og hvítt

  • Svartur og hvítur eru andstæðir litir sem gefa dýpt. Það er hægt að leika sér mikið með dýptina eftir því hvor liturinn er ríkjandi.

Ólík áferð

  • Í dag er vinsælla að leika sér að blanda saman ólíkum áferðum í stað margra lita. Fáir litir og fjölbreytt efni geta búið til mikla hlýju á baðherberginu þínu.