Hreimur Örn Heimisson tónlistarmaður lýsir sjálfum sér sem afskaplega einföldum náunga. Það þarf ekki mikið til að gleðja hann og hann kann að meta litlu hlutina í lífinu.

Hann ólst upp að mestu fyrir austan fjall og stundaði frjálsar íþróttir, fótbota, körfubolta og hestumennsku í æsku ásamt því að æfa sig á gítarinn öllum dauðum stundum.

Í dag er það fjölskyldan, tónlistin og hreyfingin sem er hin heilaga þrenna í hans lífi.

Hreyfing er partur af heilögu þrennu Hreims.
Hreyfing er partur af heilögu þrennu Hreims.

Hvernig tónlistarsmekk ert þú
með og hefur hann breyst mikið
í gegnum tíðina?

Ég hef alla tíð elskað íslenska tónlist, alveg sama hvaða tónlistarstefna. Gott lag er bara gott lag. En ég var mun lokaðri þegar ég var yngri... Þá var það bara Sálin, Metallica, Queen og Elvis sem að áttu hug minn allan.

Hver er uppáhalds
tónlistarmaðurinn þinn
og/eða hljómsveit?

Í dag er uppáhalds hljómsveitin mín án efa Foo Fighters. En ég hlusta afskaplega mikið á nýja tónlist og hljómsveitin Nothing but thieves hafa fengið mikinn spilunartíma undanfarið ár.

Af íslensku deildinni hefur mér þótt Hipsumhaps mikið til koma ásamt Emmsé Gauta... geggjað þjóðhátíðarlag btw. Og nýja lagið frá Eyþóri Inga og Rock Paper sisters er algjörlega meiriháttar.

Hverjir eru uppáhalds tónleikarnir sem þú hefur farið á?

  • Pearl Jam í Leeds með Magna Ásgeirs, vini mínum
  • Metallica í Köben, líka með Magna
  • Paramore í O2 með Nonna mínum

Hreimur í góðra vinahópi.
Hreimur í góðra vinahópi.

Hvað er þitt go-to lag í karaoke?

Go-to karaoke lögin mín eru eftirfarandi :

  • Blue suede shoes með Elvis
  • Is this love með Whitesnake
  • Enjoy the silence með Depeche Mode

Hvaða þrjú lög eru í uppáhaldi hjá þér þessa stundina og eru tilvalin á playlistann fyrir sumarið?

  • With you - Rock paper sisters
  • Running out of time - Paramore
  • Black Summer - Red Hot chili peppers