Ívar Guðmundsson er 57 ára útvarpsmaður sem ólst upp í Breiðholtinu. Hann er eiginmaður, faðir og afi sem starfar í draumastarfinu sínu í útvarpinu.

Ívar er næsti viðmælandi í liðnum „Sumarplaylistinn“.

Hvernig tónlistarsmekk ert þú með og hefur hann breyst mikið í gegnum tíðina?

Ég hef alltaf verið með svona main stream tónlistarsmekk og hann hefur alltaf verið svipaður en svona bara stækkað og í raun er ég mikil alæta á tónlist en hlusta helst á hana í útvarpinu.

Hver er uppáhalds tónlistarmaðurinn þinn og/eða hljómsveit?

Mín uppáhalds hljómsveit hefur lengi verið Sálin hans Jóns míns og hef ég farið alla leið til Köben að komast á ball með þeim.

Hverjir eru uppáhalds tónleikarnir sem þú hefur farið á?

Ég og eiginkonan höfum undanfarin ár farið á fjölmarga tónleika erlendis eða níu talsins.

Þeir nýjustu standa upp úr en við fórum að sjá Pink í Sunderland.

Sam Smith sem við sáum í Royal Arena í Kaupmannahöfn standa efst yfir góða skemmtun.

Hvað er þitt go-to lag í karaoke?

Ef ég á að segja frá leyndarmáli þá verð ég að viðurkenna að ég hef aldrei sungið í Karíókí og ekki viss um að ég geri það nokkru sinni en lagið sem ég myndi syngja, ef ég gæti, væri Undir þínum áhrifum með Sálinni.

Hvaða þrjú lög eru í uppáhaldi hjá þér þessa stundina og eru tilvalin á playlistann fyrir sumarið?

3 lög í uppáhaldi er pínu erfitt að segja en ég verð að segja Sódóma með Sálinni, When i get there með Pink og Með þér með Röggu Gröndal.

En ef það er sumarplaylisti má ekki gleyma Lúðvík með Millunum og Stebba Hilmars og Funheitur með Pláhnetunni.