Alþjóðlega listagalleríið Robilant+Voena opnaði í gær sýningu Sunnevu Ásu Weisshappel á Madison-Avenue í Manhattan í New York.

Sýningin er önnur einkasýning listamannsins við þetta víðfræga gallerí en sú fyrri var haldin í London árið 2022.

Sýningin ber titilinn Sunneva Ása Weisshappel: New Work og rýnir í kvenleikann og unglingamenningu og hvernig það er að vaxa úr grasi frá stúlku til konu.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Með verkunum lítur Sunneva aftur í tímann á uppvaxtarárum sínum upp úr aldamótunum 2000. Hún þræðir nostalgíu inn í marglaga verkin og veltir fyrir sér í senn fram myrkari hliðum unglingsstúlkna. Félagsheimi sem einkennist af duldum átökum og leyndu ofbeldi stúlkna á milli.

Sunneva skoðar hvernig það er að vera unglingur, að þróa sjálfið og reyna í senn að passa inn í hópinn á jarðsprengjusvæði félagslegra stigvelda. Verk Sunnevu eru stórbrotin samsetning lita og áferða sem skora á áhorfandann að horfa dýpra á viðfangsefnið.