Töluvert af dýrum bílum voru nýskráðir á Íslandi fyrstu fimm mánuði ársins.

Lúxusbílasala dróst saman um 42% fyrstu fimm mánuði ársins samanborið við árið í fyrra. Land Rover seldi flesta bíla en síðan komu Volvo og Mercedes-Benz en aðeins skildu þrír bílar merkin að.

Þetta kemur fram í Bílum, sérblaði Viðskiptablaðsins, sem kom út á miðvikudag. Áskrifendur geta lesið blaðið hér.

Töluvert af dýrum bílum voru nýskráðir á Íslandi fyrstu fimm mánuði ársins.

Lúxusbílasala dróst saman um 42% fyrstu fimm mánuði ársins samanborið við árið í fyrra. Land Rover seldi flesta bíla en síðan komu Volvo og Mercedes-Benz en aðeins skildu þrír bílar merkin að.

Þetta kemur fram í Bílum, sérblaði Viðskiptablaðsins, sem kom út á miðvikudag. Áskrifendur geta lesið blaðið hér.

Sérstaka athygli vekja þrír lúxusbílar. Range Rover seldist í 41 eintaki verður að teljast verulegt. Eintakið kostar 25-30 milljónir króna.

Mercedes-Benz G jeppinn seldist í sex eintökum, þar af einn 63 AMG sem kostar um 60 milljónir.

Þrír Porsche 911 í Dakar útgáfu hafa verið nýskráðir auk þriggja annarra 911 bíla. Dakar kostar í kringum 50 milljónir króna.

Einn Dakar var skráður í fyrra og því hafa fjórir slíkir bílar verið skráðir á Íslandi. Alls voru framleiddir 2.500 Dakar bílar.

Porsche 911 Dakar sem sigraði árið 1984 og nýi sem kom á markað 40 árum síðar.

Hvers vegna Dakar?

Paris – Dakar rallið var einhver mesta álagskeppni í akstursíþróttum sem haldin hefur verið.Leiðin var sú sama frá 1977-2007 þar til henni var breytt
af öryggisástæðum. Hún var um 10 þúsund kílómetra löng.

Keppnin hófst í París, farið var í gegnum Sahara eyðimörkina og endað í Dakar, stærstu borg Senegal. Í fyrstu keppninni hófu 182 keppni en aðeins 74 luku henni.

Árið 1984 tók Porsche þátt í fyrsta sinn. Frakkinn René Metge sigraði á sérbyggðum Porsche 911 Carrera 3.2 4x4 en keppendur voru þá alls 427.

Nánar má lesa um sölu á lúxusbílum fyrstu fimm mánuði ársins í Bílum, sérblaði Viðskiptablaðsins, sem kom út á miðvikudag.