Verkefnið er hluti af HönnunarMars og er til sýningar í Norræna húsinu í dag. Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt hjá Legender, segir þau vilja gefa sýningargestum innsýn í daglega vinnu þeirra á stofunni, en þau leggja mikla áherslu á að nýta öll sín verkefni til þess að færa byggingariðnaðinn í átt að sjálfbærni og minni losun á kolefni.

Verkefnið er hluti af HönnunarMars og er til sýningar í Norræna húsinu í dag. Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt hjá Legender, segir þau vilja gefa sýningargestum innsýn í daglega vinnu þeirra á stofunni, en þau leggja mikla áherslu á að nýta öll sín verkefni til þess að færa byggingariðnaðinn í átt að sjálfbærni og minni losun á kolefni.

Arnhildur segir að við getum gert mun betur hér á landi en mikið af byggingarúrgangi fer í urðun eða endurvinnslu.

„Það er auðvitað gríðarlega mikill umhverfislegur ávinningur af því að nota aftur byggingar og efnivið sem fellur til hér á landi því þá þarf ekki að eyða orku í að endurvinna efnið á sama tíma og það þarf ekki að framleiða nýtt efni en 40% af kolefnisspori okkar Íslendinga eru tilkomin vegna byggingariðnaðarins og þar af eru 45% vegna losunar við framleiðslu byggingarefna.“

Hún segir að jafnframt að líta þurfi á byggingar og notkun á byggingarefnum öðrum augum en við höfum áður gert.

„Við þurfum hreinlega að hugsa um byggingar sem efnisbanka framtíðarinnar, bæði þær sem eru nú þegar til en einnig þær sem eru í byggingu núna.“

Viðtalið við Arnhildi er að finna í blaðinu Eftir vinnu sem kom út á miðvikudag.

Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.