Icelandair hóf á dögunum beint flug til Pittsburgh og flýgur þrisvar sinnum í viku fram á haust.

Upplifun blaðamanns af Pittsburgh er að hún er ekki hin týpíska bandaríska stórborg. Flestallt er í göngufjarlægð í miðborginni og lítið er um túrista, enda Icelandair aðeins eitt af tveimur flugfélögum sem bjóða upp á millilandaflug til borgarinnar.

Icelandair hóf á dögunum beint flug til Pittsburgh og flýgur þrisvar sinnum í viku fram á haust.

Upplifun blaðamanns af Pittsburgh er að hún er ekki hin týpíska bandaríska stórborg. Flestallt er í göngufjarlægð í miðborginni og lítið er um túrista, enda Icelandair aðeins eitt af tveimur flugfélögum sem bjóða upp á millilandaflug til borgarinnar.

Þá er borgin merkilega græn, gróður og hæðir umlykja borgina, og langar ár með fallegum brúum – eru alls 446 talsins, flestar í heiminum – sem veita ákveðið mótvægi við skýjakljúfa miðbæjarins.

Stálborgin mikla

Borgin á meira en 250 ára sögu að baki en hún hefur verið lengi verið leiðandi í viðskiptum af ýmsu tagi. Pittsburgh er einna helst þekkt fyrir að hafa verið miðstöð stáliðnaðarins í Bandaríkjunum á tuttugustu öldinni, enda oft kölluð stálborgin.

Pittsburgh er með flestar brýr í heiminum, alls 446 talsins. Ein þeirra er fyrirmynd Golden Gate brúarinnar í San Fransisco en stálið í hana kom frá Pittsburgh.

Árið 1901 sameinuðust nokkrir stórir stálframleiðendur í US Steel undir forystu skoska innflytjandans Andrew Carnegie og Henry Clay Frick og árið 1911 kom um helmingur af öllu stáli í Bandaríkjunum frá Pittsburgh.

Stálframleiðsla á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar, og raunar á tímum alls stríðsreksturs í Bandaríkjunum í gegnum tíðina, hafði gríðarlega jákvæð áhrif á efnahag borgarinnar.

Breyttir tímar

Næstu árin og áratugina átti eftirspurnin eftir stáli þó eftir að hrynja og í kringum áttunda áratug síðustu aldar var iðnaðurinn orðinn að nánast engu. Fjöldi annarra borga sem höfðu treyst á stálframleiðslu glímdi við alvarlega efnahagskrísu í kjölfarið en Pittsburgh komst hjá algjöru hruni.

U.S. Steel turninn, sem er hæsta bygging Pittsburgh eða 256 metrar, ber í dag merki UPMC.

Áhersla var lögð á annan iðnað, á borð við menntun og tækni auk heilbrigðis- og fjármálaþjónustu. Í dag er þjarkafræði (e. robotics) sú grein sem fer helst vaxandi í Pittsburgh og er mikill uppgangur í ýmsum hátæknigeirum en menntunarstig í borginni er hátt.

U.S. Steel er enn með höfuðstöðvar sínar í borginni eins og ýmis önnur stór fyrirtæki en Íslendingar kunnast eflaust helst við Alcoa, sem er með höfuðstöðvar sínar í borginni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.