Nissan X-Trail er í boði með 1.497 cc bensínvél og auk þess með fyrrnefndri e-Power tækni. Hann er í boði hvoru tveggja sem framhjóladrifinn og fjórhjóladrifinn í útgáfunum Acenta og Tekna, sem er lúxusútgáfan af bílnum og er eingöngu í boði með e-Power vélinni, og var bíllinn sem var reynsluekinn slíkur. Þetta eru vel heppnuð kynslóðaskipti hjá Nissan.

Að innan er Tekna útgáfan fáguð með ljósbrúnu leðuráklæðinu.

Bíllinn er mun hljóðlátari og að sögn framleiðanda mun eyðsluminni. Ekki er hægt að hlaða bílinn í hleðslustöð og sér bensínmótorinn um að hlaða rafhlöðuna.

Í Tekna útgáfunni er bíllinn á 19” álfelgum í stað 18” í öðrum útgáfum. Þá er mælaborðið mun veglegra í þessari útgáfu, 12,3” stafrænt mælaborð og 12” margmiðlunar snertiskjár.

Tekna útgáfan er einnig með krómlista að framan og aftan sem og á hurðum sem gera bílinn mjög sportlegan.

Að staðalbúnaði er Nissan X-Trail hlaðinn öryggisbúnaði, m.a. akreinastýringu, sjálfvirkri neyðarhemlun, aftanákeyrsluviðvörun svo fátt eitt sé nefnt.

Bakkmyndavél er staðalbúnaður í öllum gerðum og þá er bíllinn með þráðlausu Apple Carplay og Android Auto.

Nissan X-Trail e-Power er kraftmikill bíll og togsvörunin er góð. Bíllinn er t.a.m. aðeins 7 sek í 100 km hraða sem er gott miðað við bíl í þessum stærðarflokki.

Afturendinn er flottur og afturhlerinn er með rafdrifinni opnun og lokun.
Afturendinn er flottur og afturhlerinn er með rafdrifinni opnun og lokun.

E-Power tæknin hefur mikið að segja þegar kemur að afköstum í bæði hröðun og hemlun fyrir hvert hjól og það skilar sér í meiri mýkt og stöðugleika í akstri við fjölbreyttar aðstæður og misjafna vegi, ekki síst í beygjum í mikilli hálku.

Eyðslan á Nissan X-Trail Tekna e-Power er gefin upp 6,4 l á 100 km samanborið við 7,1 l á 100 km í X-Trail Acenta með bensínmótor. Í reynsluakstrinum var eyðslan töluvert meiri en uppgefið er.

Nánar er fjallað um bílinn í blaðinu Bílar sem kom út 26.maí. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.